Vefur ÖBÍ aðgengilegasti vefurinn

01. febrúar 2016
Stefna Ehf
Vefur Öryrkjabandalagsins var verðlaunaður fyrir aðgengi á vefverðlaunum SVEF.
Vefur Öryrkjabandalagsins var verðlaunaður fyrir aðgengi á vefverðlaunum SVEF.

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, en markmiðið er að efla faglega nálgun og þekkingu, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Dómnefnd sagði m.a. um vef Öryrkjabandalagsins:

„...aðgengi að rafrænum upplýsingum og þjónustu eru ekki bara mannréttindi og skylda heldur bætir notendaupplifun fólks almennt og skapar ný sóknarfæri.

Grunnatriði á borð við lyklaborðsvirkni, litamótstöðu, og merkingu tengla og innsláttarrita, villiboð, kennileyti og annað eru til fyrirmyndar á þessum vef.

Rúsínan í pylsuendanum er svo sú mikla vinna sem lögð var í táknmálstúlkun á margmiðlunarefni.“

Samstarf við fagaðila vefiðnaðarins

Nýr vefur ÖBÍ var settur í loftið 3. desember síðastliðinn. Í samstarfi við starfsfólk ÖBÍ og Fúnksjón vefráðgjöf Sigurjóns Ólafssonar í þarfagreiningu og undirbúning tilboða til veffyrirtækja kom starfsfólk Stefnu að viðmótshönnun, vefhönnun, forritun og uppsetningu á vefnum.

Úttekt á aðgengi vefsins og notendaprófun var í höndum Sjá ehf. Einnig var leitað til Birkis Rúnars Gunnarssonar sem tók út ýmis tækni- og aðgengisatriði sem snúa að blindum notendum.

Við óskum Öryrkjabandalaginu til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu og viljum þakka þeim fyrir lærdómsríkt og gjöfult samstarf, sem er þó rétt að byrja!

Sjá upplýsingar um sigurvegara á vef SVEF.

Vantar þig vef sem stenst ítrustu kröfur um aðgengi? Hafðu samband við okkur og vertu velkomin í kaffi, við gerum tilboð í vefverkefni stór sem smá.