Lionshreyfingin með nýjan vef

23. apríl 2016
Stefna Ehf
Lions er stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð í Bandaríkjunum 1917, nýr vefur þeirra er kominn í loftið!
Lions er stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð í Bandaríkjunum 1917, nýr vefur þeirra er kominn í loftið!

Lions hreyfingin starfar víða um landið, en til að miðla upplýsingum um starfsemi sína og á milli félaga hefur Lions nú tekið í sína notkun glænýja, glæsilega og öfluga upplýsingaveitu á lions.is.

Á vef Lions segir að lögð sé áhersla á vináttu félaganna og fjölskyldna þeirra. Lionsfélagar er tryggur vinahópur, sem stendur saman og styðja hvern annan. Lions býður upp á fjölbreytt félagslíf, fræðslu, skemmtanir, verkefni, fundi og ferðalög með vinum og fjölskyldum.

Vefhönnun tók mið af að halda allri framsetningu kýrskýrri og spilar myndefni stórt hlutverk á vefnum. Á vefnum er miðlað upplýsingum um starfsemi, fréttum af starfinu, verkefnum Lions og mörgu fróðlegu.

Þá er á vefnum félagavefur (innrivefur) með fréttum, fræðsluefni og fleiru.

Til hamingju allir Lionsfélagar með nýjan vef!