Nýr upplýsingavefur SSNV

16. október 2015
Stefna Ehf
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa opnað nýjan vef
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa opnað nýjan vef

Nýr vefur Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er kominn í loftið, en samtökin eru samstarfsvettvangur sveitarfélaganna Húnaþings vestraHúnavatnshreppsBlönduóssSkagabyggðarSveitarfélagsins SkagastrandarSveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.

Vefurinn fjallar meðal annars um verkefni á borð við atvinnuþróun, uppbyggingarsjóð, sóknaráætlun, menningarráð og málefni fatlaðra á svæðinu.

Á nýjum vef SSNV sáum við um vefhönnun, uppsetningu og forritun, en sem fyrr er markmiðið að veita umsjónaraðilum vefsvæðisins fullkomið sjálfstæði í ritstýringu og vinnslu á efni inn á vefinn.