Slippurinn og DNG í nýtt útlit

05. nóvember 2014
Stefna Ehf
Vefir Slippsinn Akureyri og DNG voru teknir í slipp nýlega og eru nú komnir á flot aftur í nýjum búningi.
Vefir Slippsinn Akureyri og DNG voru teknir í slipp nýlega og eru nú komnir á flot aftur í nýjum búningi.

Slippurinn Akureyri og fyrirtæki í hans eigu, DNG, tóku vefina sína í gegn nýlega og voru þeir endurhannaðar frá a til ö eru nú komnir í loftið á slóðunum slipp.is og dng.is.

Slippurinn Akureyri er um 160 manna fyrirtæki sem veitir alhliða þjónustu til útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja á Íslandi og erlendis. Fyrirtækið DNG hefur þróað og framleitt sjálfvirku færavinduna frá árinu 1985, hagkvæmt og umhverfisvænt veiðitæki sem er vinsælt bæði hérlendis sem erlendis. 

Við hjá Stefnu óskum þeim innilega til hamingju.