Snjallari TREK.is með nýrri bókunarvél

06. júlí 2015
Stefna Ehf
Uppfærður vefur TREK er með samþættingu við Bókun.is sem samræmir bókanir í ferðir.
Uppfærður vefur TREK er með samþættingu við Bókun.is sem samræmir bókanir í ferðir.

Uppfærður vefur TREK er snjallvefur (responsive) og með enn skýrari framsetningu framboðs ferða en áður. Með tengingu við Bókun.is bókunarvélina er framboði ferða, lykilupplýsingum um ferðir og bókunarferlið (kaupferli) stýrt í miðlægan grunn og í raun aðskilið frá vefkerfinu sjálfu.

Styrkur í samþættingu tveggja kerfa

Vefumsjónarkerfi Stefnu sér því um að stýra birtingu efnis, tryggja stuðning við leitarvélabestun (SEO) og stilla upp áherslum í markaðsstarfi.

Fyrir fyrirtæki eins og TREK, sem er hluti af Arctic Adventures afþreyingarfyrirtækinu, er vefurinn ekki aðeins nauðsynlegur heldur lífæð viðskipta. Starfsmenn fyrirtækisins fylgjast grannt með frammistöðu hans í leitarvélum, umferð inn á vefinn og hvernig sala skilar sér inn í bókunum í ferðir.

Við höfum átt gott og farsælt samstarf við Arnar, Styrmi og allt TREK teymið og hlökkum til áframhaldandi og eflds samstarfs við Arctic Adventures!

Kíktu á nýja TREK vefinn, skoðaðu möguleikana hjá Bókun og hafðu samband við okkur ef þú vilt ráðgjöf um hvernig við getum gert vefinn þinn glansandi fínan! Ummæli viðskiptavina okkar segja sína sögu.