DNS þjónar

Í fljótu máli

  • DNS segir til um hvar vefsíður (og önnur þjónusta) eru hýstar.
  • Gera þarf DNS breytingar þegar nýr vefur er settur í loftið.
  • Stefna býður upp á DNS hýsingu með vefum sem hýstir eru hjá Stefnu.
  • Að hýsa lén á DNS þjónum Stefnu flýtir fyrir DNS breytingum sem þarf að gera, því þá þarf ekki að fara í gegnum þriðja aðila.
  • Ef ákveðið er að hýsa DNS á öðrum stað en Stefnu er gott upplýsa þjónustufulltrúa Stefnu eða annan tengilið Stefnu um það svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.

Ítarlegri upplýsingar

DNS

DNS (Domain Name System) eða nafnaþjónar á íslensku segja til um hvert lén (eins og stefna.is) vísa. Þ.e. á hvaða þjónum (server) viðkomandi þjónusta (t.d. heimasíða, tölvupóstur) er.

Þegar ný vefsíða er sett í loftið þarf, í nánast öllum tilfellum, að uppfæra nafnaþjónana (DNS) í samræmi við nýja vefinn.

TTL (Time to live)

Þegar eru gerðar DNS breytingar geta þær tekið smá tíma að fara í gegn, sá tími er kallaður TTL eða líftími DNS færslunnar. TTL fyrir hvert lén er skilgreint á viðkomandi nafnaþjóni og getur verið breytilegt eftir uppsetningu, eðlilegt er að það sé 24 klst. sem TTL er sett á lén og því tæki 24 klst. að gera DNS breytinguna virka.

Til að flýta fyrir er æskilegt að lækka TTL niður í 15 mínútur, hvort sem DNS verður hýstur hjá Stefnu eður ei.

Því er gott að greiða úr DNS tæknimálum tímanlega áður en komið er að því að setja vefinn í loftið.

DNS hjá Stefnu

Stefna býður upp á DNS þjónustu með öllum vefum sem eru hýstir hjá Stefnu. Það að hýsa lén á DNS þjónum Stefnu getur flýtt fyrir DNS breytingum því ekki þarf þá að fara í gegnum þriðja aðila.

DNS hjá þriðja aðila

Oft á tíðum er ástæða að hýsa DNS annars staðar hvort sem það er hjá þriðja aðila eða innan fyrirtækis. Gott er því að láta þjónustufulltrúa Stefnu eða annan tengilið Stefnu vita, svo hægt sé að vinna út frá því.

ISNIC

Tæknilegur tengiliður

Öll íslensk lén (.is) eru skráð hjá isnic.is. Til þess að eigandi léns þurfi ekki að sýsla of mikið í tæknilegum atriðum þá er hægt að skilgreina Tæknilega tengilið á isnic.is fyrir viðkomandi lén. Það gerir þeim tengilið kleift að sýsla með tæknileg mál viðkomandi léns.

Stefna sem tæknilegur tengiliður

Til þess að gera Stefnu að tæknilegum tengilið þarf:

  1. Skrá sig inn á isnic.is
  2. Velja viðkomandi lén (undir „Mín síða“)
  3. Smella á „Breyta" takkann undir Tengiliðir
  4. Smella á Breyta lénaskráningu takkann
    isnic.is - Breyta lénaskráningu
  5. Setja inn NIC auðkenni Stefnu (SE501-IS) undir Tæknilegur tengiliður
  6. Vista

 

Vefur í loftið, fleira gagnlegt: