Vantar þig app?

Vantar þig app?

Við höfum hannað og þróað öpp fyrir viðskiptavini okkar. Ert þú með hugmynd að appi sem þig langar að fá verðtilboð í?

Við höfum reynslu af app þróun hvort sem er í native umhverfi Android eða iOS og jafnframt notkunar á wrappertil að birta gögn af vefsíðum inni í öppum. Nálgun okkar á app forritun tryggir þér bestu mögulegu útfærslu út frá tilteknum markmiðum um notendaviðmót, virkni og samþættingu við fyrirliggjandi kerfi.

Hafðu samband og við aðstoðum þig við að koma þér á kortið í app-heimum!

Greifinn og Saffran

Greifinn og Saffran

Greifa-Appið hefur gjörbreytt hvernig viðskiptavinir Greifans geta pantað sér veitingar frá staðnum, sömuleiðis hefur Saffran appið slegið í gegn á meðal viðskiptavina staðarins.

Samþætting við fyrirliggjandi afgreiðslukerfi er víðtæk og þannig tryggt að gæði og hraði í þjónustu er í samræmi við væntingar og ítrustu kröfur.

Fjölbreytt verkefni og reynsla

Fjölbreytt verkefni og reynsla

Við höfum útbúið sérhæfð öpp, hvort sem er með samþættingu við önnur kerfi eða vefumsjónarkerfið okkar.

Meðal annarra verkefna má nefna Trilluna, sem er fræðsluapp unnið fyrir Íslenska sjávarklasann, 2Know spurningaappið fyrir Appia og handbók um flugvelli fyrir Isavia.

Við vitum hvað þarf til að koma appi í loftið, fullkláruðu og fínpússuðu!