Forritun á appi í iOS, Android og Windows.


Vantar þig app?


Við höfum hannað og þróað öpp fyrir viðskiptavini okkar. Ert þú með hugmynd að appi sem þig langar að fá verðtilboð í?


Við höfum reynslu af app þróun hvort sem er í native umhverfi Android eða iOS og jafnframt notkunar á wrappertil að birta gögn af vefsíðum inni í öppum. Nálgun okkar á app forritun tryggir þér bestu mögulegu útfærslu út frá tilteknum markmiðum um notendaviðmót, virkni og samþættingu við fyrirliggjandi kerfi.


Hafðu samband og við aðstoðum þig við að koma þér á kortið í app-heimum!

Greifinn og Saffran


Greifa-Appið hefur gjörbreytt hvernig viðskiptavinir Greifans geta pantað sér veitingar frá staðnum, sömuleiðis hefur Saffran appið slegið í gegn á meðal viðskiptavina staðarins.


Samþætting við fyrirliggjandi afgreiðslukerfi er víðtæk og þannig tryggt að gæði og hraði í þjónustu er í samræmi við væntingar og ítrustu kröfur.

Fjölbreytt verkefni og reynsla


Við höfum útbúið sérhæfð öpp, hvort sem er með samþættingu við önnur kerfi eða vefumsjónarkerfið okkar.


Meðal annarra verkefna má nefna Trilluna, sem er fræðsluapp unnið fyrir Íslenska sjávarklasann, 2Know spurningaappið fyrir Appia og handbók um flugvelli fyrir Isavia.


Við vitum hvað þarf til að koma appi í loftið, fullkláruðu og fínpússuðu!

Orkuveita Reykjavíkur


Stefna hefur undanfarin ár unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og tengd félög að þróun og hönnun á þeirra hugbúnaði í samstarfi við starfsmenn OR og önnur hugbúnaðarhús.

Hekla


Stefna hefur þjónustað Heklu í vefmálum í yfir 10 ár og notast við PHP að mestu í þeirri vinnu.


Í stafrænni vegferð heklu hefur mikið verið gert í innrikerfum. Notast hefur verið við PHP í þessi mikilvægu kerfi og Vue fyrir framenda. Smíðaður var miðlægur API sem hefur það hlutverk að tengja sama kerfi og kerfishluta. Sem dæmi þá er tekur API gögn úr innrikerfum og kemur til vefverslunar sem er einmitt lausn frá Stefnu. En með þessu móti er klæðskerasaumaður PHP bakendi fyrir starfsfólk að vinna í og allar breytingar skila sér hratt og örugglega fyrir tilstilli þessarar samþættingar.


Einnig smíðuðum við sérhæft viðmót fyrir starfsfólk í PHP sem tekur við upplýsingum um gerð og aukahluti bíls (pöntunar) sem skilar svo inn í innri kerfi Heklu viðeigandi gögnum til úrvinnslu.

Verkefni fyrir Umhverfisstofnun


Á sama hátt og hjá HÍ komu sérfræðingar okkar að útfærslu á tilteknum kerfiseiningum inn í núverandi tækniumhverfi Umhverfisstofnunar. Þar höfum við unnið verkefni tengt móttöku og skráningu úrgangs hjá úrvinnsluaðilum með smíði á vefþjónustu fyrir gagnaskil (sem áður var skilað árlega á CSV sniði) og stórbættum tölfræðigögnum um úrgangsmál. Þá vinnum við að viðbótum og uppfærslu á kerfi fyrir úthlutun og skráningu á hreindýraveiðum ásamt öðrum smærri verkefnum.


Tæknistjóri stofnunarinnar sér um kóðastýringu og fer yfir allar þær viðbætur sem smíðaðar eru, kóðinn er því áfram að fullu í eigu og í rekstri hjá stofnuninni.

CAE Icelandair


CAE Icelandair leitaði til Stefnu til að innleiða stafræna ferla og leysa margþættar áskoranir. Stefna greindi vinnulagið, hvernig æfingartímar voru stofnaðir og bókunarbeiðnir inn í slott.


Í kjölfar greiningar var lögð til nálgun á endurbætta ferla og smíðað sérhæft bókunarkerfi sem nú hefur verið í rekstri í rúmt ár.


Lestu um ávinning af verkefninu og ummæli CAE Icelandair um samstarfið í bloggfærslunni okkar um verkefnið.

Fáðu fría ráðgjöf

hjá sérfræðingum okkar


Róbert Freyr

Jónsson

Sölustjóri / Ráðgjöf

Halla Hrund
Skúladóttir

Viðmótshönnun / Ráðgjöf

Matthías
Rögnvaldsson

Viðskiptaþróun / Ráðgjöf

Snorri
Kristjánsson

Viðskiptatengsl / Ráðgjöf

Pétur Rúnar

Guðnason

Markaðsstjóri / Ráðgjöf

Tölum saman um þitt app

Sendu okkur skilaboð og við svörum um hæl, eða hringu í síma 464 8700 og fáðu fund með ráðgjöfum okkar.

Viðskiptavinir

Viðskiptavinir

Viðskiptavinir

Share by: