Grafísk hönnun

Grafísk hönnun

Vefsíður eru einn helsti auglýsingamiðill nútímans og því er nauðsynlegt að sú vefhönnun sem leggur grunninn fyrir heimasíðugerð sé úthugsuð og fagleg. Hjá Stefnu smíðum við hraðvirkar vefsíður í nútímalegu útliti sem tekur mið af litum, núverandi markaðsefni og mörkun.  

Með mikla reynslu, vefhönnuð innan veggja Stefnu sem þekkir Moya og hvernig nýta má möguleika þess best, er hægt að fullnýta sköpunargáfuna og skila hnitmiðaðri og vel úthugsuðu útliti sem eflir vefsíðuna og gerir að því nytsamlega tóli sem hún á að vera. 

Viðmótshönnun

Viðmótshönnun

Mikil hugsun liggur að baki vel hönnuðu vefsvæði og þar eru margir endar sem þarf að hnýta; uppsetning veftrés, virkni eininga, flæði, framsetning efnis o.fl. Viðmótshönnun er orðinn mjög mikilvægur þáttur í hönnunarferli, sérstaklega þegar um er að ræða stóra vefi og vefi sem eru skalanlegir fyrir snjalltæki. Í upphafi hönnunarferlisins er mikilvægt að skilgreina ákveðna lykilþætti sem öll vinnan tekur svo mið af. Þar á meðal má nefna:

  • Greining á markhópum
  • Greining á hegðun notenda á núverandi vef
  • Skilgreining á tilgangi/markmiðum með nýja vefsvæðinu

Við hjá Stefnu bjóðum viðskiptavinum okkar upp á ráðgjöf í viðmótshönnun þar sem við köfum með þeim ofan í efni vefsins, vefmælingar, greiningu á notendum o.fl. til að tryggja að vefsvæðið standist væntingar þeirra og notenda þeirra.

Aðgengishönnun

Aðgengishönnun

Aðgengishönnun felur í sér að hanna vefsíður með tilliti til þeirra sem eiga við einhverjar hömlur eða fötlun að stríða. Í þeim flokki eru blindir, sjónskertir, lesblindir og fólk með hreyfihömlun sem jafnvel reiða sig á talgreina. Hafa ber þarfir þessa hóps þegar verið er að setja upp vefsíður og þá í leiðinni ört stækkandi hóps eldri borgara, en í dag er hlutfall þeirra sem eru eldri en 60 ára um 18%.

Að hugsa út í aðgengishönnun og útbúa efni vefs þannig að það sé vel úr garði gert frá upphafi hefur mjög jákvæða aukaverkun. Fyrir utan að kerfið sem heldur utan um vefinn þarf að uppfylla ákveðin skilyrði í uppbyggingu efnis þá þarf vefstjóri að ganga þannig frá efni að skjálesarar geti lesið upp útskýringu um hvaða mynd skreytir textann, eða hvaða hlekkur er með textanum og hvert liggur hann. Þessar upplýsingar nota leitarvélar líka og að fullvinna vef á þennan hátt hjálpar til við að koma ofar í leitarniðurstöðum.