hafogvatn.is

„Við hjá Hafrannsóknastofnun leituðum til nokkra vefstofa þegar kom að því að gera nýjan vef fyrir stofnunina. Að vel athuguðu máli varð Stefna fyrir valinu. Þar vóg þungt að okkur leist vel á verkefnin sem þau höfðu unnið áður, mjög góð meðmæli frá öðrum viðskiptavinum, jákvæð samskipti við fulltrúa Stefnu og samkeppnishæft verð.

Öll samskipti við starfsmenn Stefnu í hönnunar- og vinnsluferlinu voru jákvæð og uppbyggileg og þau komu með góð ráð og hugmyndir, voru lausnamiðuð og settu sig vel inn í okkar þarfir. 

Moya vefumsjónarkerfið er einfalt og þægilegt í notkun, og reyndist starfsmönnum okkar auðvelt að læra á það. Kennslumyndböndin á vef Stefnu og gott aðgengi að þjónustuborði eru bónus.

Útkoman er stílhreinn og aðgengilegur vefur sem við erum stolt af. Framundan er áframhaldandi þróun vefsins, sem við hlökkum til að ráðast í með Stefnu.“

María Ásdís Stefánsdóttir
Sviðsstjóri upplýsinga og menntunar

mulakaffi.is

„Múlakaffi endurnýjaði heimasíðu sína frá grunni í byrjun árs 2017. Stefna var valin í verkið aðallega út frá þægilegum og skilvirkum samskiptum frá upphafi. Litlir sem engir óvissuþættir voru í tilboðinu og á endanum stóðst allt upp á krónu.

Hröð, lausnamiðuð og sérlega persónuleg samskipti einkenndu ferlið, sérstkalega á seinni stigum.

Bakvinnslukerfið er mjög notendavænt og auðvelt fyrir hvern sem er að læra á.

Ég gef Stefnu mín bestu meðmæli og hlakka til að vinna áfram með þeim að endurbótum og uppfærslum. „

Guðríður María Jóhannesdóttir
Framkvæmdastjóri

bsrb.is

„Mikil áhersla var lögð á að nýr vefur BSRB væri stílhreinn og fallegur og gera fólki auðvelt að finna upplýsingar um bandalagið og aðildarfélög þess. Við vorum mjög ánægð með samstarfið með Stefnu. Öll samskipti voru fagleg og brugðist hratt og örugglega við athugasemdum. Lausnir sem þurfti að sérhanna eru einfaldar en skila sínu vel.

Allar áætlanir stóðust upp á tíu, bæði með tíma og kostnað. Það var afar ánægjulegt að vinna að nýja vefnum með vefhönnuðum Stefnu og við hlökkum til samstarfsins um rekstur hans næstu árin.“ 

Brjánn Jónasson
Kynningarfulltrúi BSRB

seydisfjardarskoli.sfk.is

Við höfum verið ánægð með þjónustuna, samstarfið  og erum ánægð með nýja vefinn. Þetta var mikil breyting fyrir grunnskóladeildina en leikskóladeildin var með fínan vef sem við tókum áhættu með að breyta. Við sjáum ekki eftir því því það er almenn ánægja með vefinn hjá starfsfólki og foreldrum.


Svandís Egilsdóttir

dalvikurbyggd.is

Fyrir okkur sem sveitarfélag skiptir máli að vefurinn sé bæði aðlaðandi en um leið upplýsandi og uppfylli þarfir ólíkra notenda. Starfsmenn Stefnu voru tilbúnir að vinna með okkur að þeim hugmyndum sem við höfðum um virkni og útlit vefsins og gef ég þeim topp einkunn fyrir hugmyndauðgi, lausnarmiðaða þjónustu og fagmennsku.

Margrét Víkingsdóttir
Upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar

brekkuskoli.is

Við erum ánægð með vefinn og þjónustuna, sjáum ekki eftir því að hafa keypt þá þjónustu að fá allt flutt yfir á nýtt svæði. Við fengum líka margar góðar ábendingar um notendavænni vef frá starfsfólki Stefnu og það lagði sig fram um að kenna okkur, sem er frábært. Okkur er alltaf svarað um hæl og borin virðing fyrir spurningunum okkar;-) Þær eru kannski ekki allar gáfulegar! Við fengum engar athugasemdir um vefinn frá notendum hans, aðeins nokkrar ábendingar í blábyrjun varðandi atriði sem voru löguð.

Sigríður Magnúsdóttir

reykjanesbaer.is

„Þegar kom að því að endurnýja vef Reykjanesbæjar var grundvallaratriði að vefurinn væri skilvirkur og einfaldur í notkun. Starfsfólk Stefnu kom strax með góðar lausnir og úrvinnslu á hugmyndum sem höfðu verið unnar í undirbúningsferlinu. Allar lagfæringar sem hefur þurft að gera hafa gengið fljótt fyrir sig og starfsmenn á þjónustuborði er einstaklega lipurt og fagmannlegt í allri þjónustu og með skjóta svörun.“

Svanhildur Eiríksdóttir
Verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála

ferdamalastofa.is

„Ég hef langa reynslu af vinnu með ýmsum vefumsjónarkerfum og vefstofum. Þar skiptir mestu þekking og hæfni þess starfsfólks sem maður á viðskipti við. Ég gef starfsfólki Stefnu fyrstu einkunn fyrir afbragðs þjónustu og öguð vinnubrögð.“

Halldór Arinbjarnarson
Upplýsingastjóri

reitir.is

„Markmið okkar hjá Reitum fasteignafélagi var að skapa skemmtilegan vef sem gæfi virkilega góða yfirsýn yfir klæðskerasniðna möguleika í atvinnuhúsnæði. Við vinnum oft náið með fyrirtækjum að því að uppfylla þeirra húsnæðisþarfir og við vildum miðla því.

Við höfum unnið með Stefnu síðan 2012 og þegar vefurinn var endurnýjaður 2016 kom varla annað til greina en áframhaldandi samstarf enda þjónusta þeirra til fyrirmyndar og Moya vefumsjónarkerfið mjög þægilegt. Við gerð nýja vefsins reyndi á aðra þætti s.s. hugmyndaauðgi og þekkingu á viðmótshönnun og þar gáfu Stefnumenn alls ekkert eftir. Það hefur verið virkilega gaman að vinna með Stefnu.“

Kristjana Ósk Jónsdóttir
Markaðsstjóri

sfk.is

„Seyðisfjarðarkaupstaður samdi við Stefnu um hönnun nýrrar vefsíðu fyrir kaupstaðinn haust 2015. Vefumsjónarkerfið Moya er bæði auðvelt og þægilegt í notkun, en einnig er lipurt að byggja upp nýjan vef þar frá grunni.

Starfsfólk Stefnu fær einnig afar góða einkunn, hvað varðar framkomu, þægindi, lipurð, fagmennsku og að vera ávallt tilbúið að finna bestu mögulegu lausn hverju sinni. Það er einnig gott að finna að fyrirtækið hefur metnað fyrir því að hlutirnir líti vel út og að öll verkefni hafi sín sérkenni.“

Eva Jónudóttir
vefsíðustjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar

nordurthing.is

„Sveitarfélagið Norðurþing hefur byggt upp alla sína vefi í vefumsjónarkerfinu Moya síðan sveitarfélagið varð til árið 2006. Ég gef Moya kerfinu toppeinkunn fyrir einfalt og þægilegt notendaviðmót og hversu fljótlegt er að byggja upp vefi í kerfinu og viðhalda þeim. Starfsmenn Stefnu ehf. fá jafnframt hæstu einkunn fyrir skjóta og góða þjónustu og einstaka lipurð við að finna bestu lausnina hverju sinni.“

Daníel Borgþórsson
vefstjóri Norðurþings

obi.is

„Markmið okkar að búa til nýjan, snjallan, einfaldan og aðgengilegan vef fyrir ÖBÍ hefur tekist alveg ljómandi vel með Stefnu. Þjónustan var í alla staði frábær, starfsfólkið liðlegt og hjálplegt og tók vel í að útfæra ýmsar nýjar hugmyndir sem við komum með í ferlinu.

Það var ekki til neitt sem hét vandamál, bara lausnir. Við erum afskaplega ánægð með samstarf okkar við Stefnu og hlökkum til að vinna áfram með þeim í framtíðinni.“

Margrét Rósa Jochumsdóttir

divesilfra.is

„Við ákváðum í sumar að endurnýja vefsíðuna okkar divesilfra.is og veltum fyrir okkur hinum ýmsu kostum í þeim efnum. Við ákváðum að vinna verkið með Stefnu og erum mjög ánægð með útkomuna. Samstarfið við starfsfólk Stefnu var auðvelt og árangursríkt og sýndu þau frumkvæði og útsjónarsemi þegar kom að því að leysa tæknilega annmarka sem upp komu við að samþætta síðuna við bókunarkerfi okkar. Við gefum Stefnu okkar bestu meðmæli og hlökkum til að starfa með þeim áfram.“

Fannar Ásgrímsson
Markaðsstjóri Arctic Adventures

iv.is

„Íslensk verðbréf ákváðu snemma 2008 að kominn væri tími á nýja heimasíðu félagsins iv.is.  Eftir töluverða eftirgrennslan var ákveðið að ganga til liðs við Stefnu um forritun heimasíðunnar enda fékk Stefna afar góð meðmæli þeirra sem við töluðum við. 

Skemmst er frá því að segja að öll vinna Stefnu í kringum heimasíðuna var til fyrirmyndar, afar fagmannlega unnið af hálfu starfsmanna og þjónusta öll hin besta.  Nú hefur síðan verið í loftinu í nokkra mánuði og ánægjulegt að segja frá því að þjónustustig félagsins hefur síst minnkað.  Ég get því óhikað gefið Stefnu mín allra bestu meðmæli í þessum efnum.“

Arne Vagn Olsen
Forstöðumaður markaðs- og sölusviðs

feykir.is

„Stefna annaðist gerð nýrrar síðu Feykis, fréttablaðs Norðurlands vestra, undir vefmiðilinn Feyki.is. Frá fyrstu samskiptum okkar við starfsmenn fyrirtækisins fengum við það strax á tilfinningunni að þarna væru aðilar mjög færir á sínu sviði. Jafnframt að þetta væri upphafið af farsælu samstarfi og hefur það verið raunin, við fengið skjóta og örugga þjónustu við hvert fótmál og alltaf komið til móts við óskir okkar af einstakri þjónustulipurð.

Moya vefsíðukerfið er ákaflega notendavænt og þægilegt meðförum. Við mælum eindregið með Stefnu hugbúnaðarhúsi.“

Berglind Þorsteinsdóttir
Ritstjóri

„Við leituðum til Stefnu með þá hugmynd að smíða fyrir okkur nýjan samfélagsmiðaðan innrivef og skýr markmið:

Að stytta boðleiðir, bæta upplýsingagjöf og styrkja starfsandann með góðu aðgengi fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins - óháð staðsetningu eða endabúnaði.

Nú tæpu ári síðar er nýi innri vefurinn upplýsingaveita sem starfsfólk jafnt sem stjórnendur nota markvisst í sínum daglegu störfum. Þar má til dæmis nálgast rekstrarhandbók og fjölbreittar upplýsingar, ásamt því að senda skilaboð á einstaka starfsmenn eða hópa starfsmanna. Margt fleira skemmtilegt er einnig meðal efnis vefsins svo sem fréttir frá starfsstöðvum, myndir og myndskeið frá viðburðum, afmælisbörn dagsins, leiðir að heilsueflingu, leikir, vinningar og létt vinnustaðagrín sem gerir vinnuna skemmtilegri og er til þess fallið að þjappa okkar frábæra hópi starfsfólks enn betur saman.“

Vilhelm Þorri Vilhelmsson
Auglýsinga- og vefstjóri Haldar

arcticseatours.is

„Við erum mjög glöð með nýju vefsíðuna okkar www.ArcticSeaTours.is og einstaklega ánægð með að hafa valið Stefnu sem samstarfsaðila í þessu verkefni. Vinna við hönnum og uppsetningu á vefnum hefur gengið frábærlega og er greinilegt að Stefna hefur á að skipa faglegu og góðu starfsfólki. Flestum okkar tillögum og óskum var mætt og ef ekki þá voru ráð og leiðbeiningar starfsmanna til þess að við sáum ljósið og í samvinnu gerðum við frábæran vef.

Vefumsjónarkerfið er auðvelt í notkun og loksins eftir mörg ár er ég ekki í vandræðum með að setja inn nýtt efni. Markaðssetning verður sterkari hér eftir enda er vefsíðan, okkar öflugasta markaðstól. Við notum bokun.is fyrir vefbókanir og það er frábært að efnið til að selja vöruna þar kemur sjálfvirkt inná síðuna svo sem texti, myndir og video. Kerfin tala saman og þannig á það að vera. Ég mæli hiklaust með Stefnu.“

Freyr Antonsson

visirhf.is

„Í tilefni af 50 ára afmæli Vísis var útbúið nýtt markaðsefni, þar með talinn nýr vefur, þar sem áherslan var á fallegar ljósmyndir af starfseminni og starfsfólki okkar.

Við fengum Stefnu til að setja upp nýja vefinn og erum hæstánægð með hvernig til hefur tekist. Síðan er alveg eins og við vildum hafa hana, þjónustan hefur verið til fyrirmyndar og moya kerfið er afar einfalt í notkun. Við lögðum af stað í þetta verkefni til að fagna þessum merku tímamótum fyrirtækisins, og sýna öðrum fyrir hvað við stöndum, og nýja vefsíðan okkar er punkturinn yfir i-ið.“

Erla Ósk Pétursdóttir
Gæða- og þróunarstjóri

fjallabyggd.is

„Við völdum Moya vefumsjónarkerfið meðal annars vegna notendavæns viðmóts og mikilla möguleika á viðbótum. Kerfið hefur staðið undir öllum okkar væntingum og þjónustan hefur farið fram úr björtustu vonum. Starfsmenn Stefnu hafa unnið hratt og vel að breytingum og þróun á virkni sem við höfum beðið um. Við höfum verið ánægð og sátt við val okkar á kerfi og samvinnuna við Stefnu frá upphafi.“

Jón Hrói Finnsson,
þróunarstjóri

akureyribackpackers.com

Stefna hefur frá upphafi okkar samstarfs staðið undir væntingum. Markmiðið var að hafa vefinn tímalausann enda lítill tími til stanslausra uppfærslna. Ég held að þetta hafi tekist mjög vel og að vefurinn sé aðgengilegur og skili sínu hlutverki vel.

Það sem skiptir jafnframt miklu máli er sú hjálp sem ég fæ í þjónustuverinu en þar er starfsfólkið lipurt og gefur sér tíma til að leysa úr þeim vandamálum eða spurningum sem upp koma.

Geir Gíslason
Eigandi Akureyri Backpackers

hekla.is

„Við hjá HEKLU erum afar ánægð með nýja vefinn okkar sem hið frábæra starfsfólk hjá Stefnu setti upp fyrir okkur. Vefurinn er einfaldur í notkun, þeim atriðum sem við lögðum áherslu á gerð góð skil, hann lítur mjög vel út og kemur alveg einstaklega vel út í snjallsímum og spjaldtölvum. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð og ekki skemmir hve góð þjónustan hefur verið í kringum vefþróunina.“

Halldóra Anna Hagalín
Markaðsfulltrúi

akranes.is

„Persónuleg og góð þjónusta, snöggir í svörum, jákvæðir, lausnamiðaðir, stanslaus þróun og eftirfylgni. Þetta eru orð sem lýsa samskiptum Akraneskaupstaðar og Stefnu. Þeir fá okkar topp meðmæli og hlökkum til frekari samstarfs.“

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir
Verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað

vma.is

„Heimasíðan er orðin myndrænni og stílhreinni, sérstaklega þegar hún er skoðuð í spjaldtölvu og í síma. Við þurfum að geta sett inn upplýsingar og náð til nemenda í gegnum heimasíðuna, sérstaklega núna þegar heimasíðan verður jafnframt skólanámsskrá skólans.

Við hönnun síðunnar fengum við starfsfólk Stefnu í lið með okkur og fengum við góða faglega leiðsögn á öllum þáttum í tengslum við uppsetningu heimasíðunnar þar sem áherslan var á þau tæki sem nemendur nota helst til að skoða heimasíðuna t.d. í gegnum símana sína.  Síðan var sett upp og hönnuð út frá þörfum nemenda,starfsemi skólans og starfsmanna. Samstarf við starfsfólk Stefnu var afar gott og með því samstarfi varð til flott og aðgengileg heimsíða.“

Sigríður Huld Jónsdóttir
Aðskoðarskólameistari

icelandairhotels.is

„Samstarfið við Stefnu hefur allt gengið framar vonum. Stefna hýsir nú alla sjö vefi Icelandair hótela og sá nýverið um að setja upp nýja og viðamikla vefsíðu Icelandair hótela, veitingastaða þeirra og Eddu hótelanna og stóðu Stefnumenn sig sérlega vel í þeirri vinnu.

Við skiptum einnig yfir í Moya vefumsjónarkerfi Stefnu og er kerfið einkar þægilegt og notendavænt. Stefna sýnir fagleg og vönduð vinnubrögð og er þjónustan náin, persónuleg og á mannamáli. Okkur hefur fundist gaman að vinna með Stefnu og það er nánast eins og við séum með þá í húsi hjá okkur, þetta gengur svo vel.“

Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
Content coordinator/Ritstjóri
Sales & Marketing/Söludeild

gaedabakstur.is

„Stefna gerði nýja heimasíðu fyrir okkur hjá Gæðabakstri og Ömmubakstri. Við erum ótrúlega ánægð með útkomuna og einnig framúrskarandi þjónustu sem við fengum með allar sérþarfir osfrv. Moya kerfið er einfalt og þægilegt í notkun og lítið mál að uppfæra eftir þörfum. Áherslan og markmiðið með vefnum var að hann ætti að auðvelda viðskiptavinum okkar að leita sér upplýsinga um vörurnar. Fyrir hverja vöru finnur þú lýsingu á vörunni, næringarinnihald, næringartöflu, ofnæmisvalda og hvernig er best að geyma vöruna. 

Þetta var mikil vinna og ótrúlega þægilegt að eiga í samskiptum við Stefnu-menn!“

Viktor Sigurðsson
Markaðsstjóri

brimborg.is

„Við hjá Brimborg hófum samstarf við Stefnu haustið 2012 og innleiddum þá Moya vefumsjónarkerfið eftir nokkra leit að heppilegu vefsumsjónarkerfi og samstarfsaðila til að endurnýja alla vefi félagsins sem eru fjölmargir. Síðan þá hafa starfsmenn Stefnu ofið fyrir okkur marga vefi í samvinnu við starfsmenn Brimborgar.

Sett voru krefjandi markmið með nýju vefunum. Skemmst er frá því að segja að verkefnin gengu öll upp, öll markmið hafa náðst, öll voru þau á tímaáætlun og sum gengu jafnvel hraðar fyrir sig en áætlað var og öll innan upphaflegrar fjárhagsáætlunar.

Samskipti við starfsmenn Stefnu gengu mjög vel, góður skilningur á verkefnum, menn óhræddir að skiptast á skoðunum og kostnaður við aukaverk sanngjarn þannig að aldrei þurfti að gera athugasemdir við reikninga. Kerfið er auðvelt í notkun og starfsmenn Brimborgar voru fljótir að tileinka sér notkun þess en um leið er það sveigjanlegt og hægt hefur verið að leysa allar þarfir okkar með kerfinu. Allir vefirnir eru skalanlegir sem hefur skilað sér margfalt í bættri þjónustu og aukinni sölu.

Leitarvélabestun var eitt af mikilvægari markmiðum með innleiðingu á nýju vefumsjónarkerfi. Starfsmenn Brimborgar höfðu unnið mikla greiningarvinnu áður en vefirnir voru hannaðir og ein af stórum ástæðum þess að Moya vefsumsjónarkerfið var valið var vegna þess hvernig kerfið leysir leitarvélabestun á einfaldan en um leið skilvirkan hátt. Á aðeins nokkrum vikum náðust flest okkar markmið um leitarvélabestun fyrir alla nýju vefina og fyrir þrjá fyrstu vefina sem hafa verið í loftinu í nokkra mánuði hafa öll markmið náðst.

Brimborg hefur ákveðið að vinna áfram með Stefnu að innleiðingu fleiri vefsvæða félagsins til viðbótar við þau sjö sem nú þegar hafa verið innleidd.“

Egill Jóhannsson
Forstjóri

virk.is

„Ég hef hvergi fengið betri þjónustu hjá hugbúnaðaraðila en ég hef fengið hjá Stefnu. Það er allt leyst um leið og maður hefur samband sem skiptir mig mjög miklu máli.

Það er mín upplifun að strákarnir í Stefnu standi við það sem þeir segja og fari ekki fram úr áætlunum. Auk þess finnst mér líka skipta máli að ég hef nánast aldrei þurft að gera athugasemdir við reikninga vegna auka vinnu – tímaskriftir eru sanngjarnar og réttar."

Vigdís Jónsdóttir,
Framkvæmdastjóri VIRK

bergmenn.is

„Sem eini faglærði fjallaleiðsögumaður landsins með meira en 10 ára þjálfun og prófaferli að baki geri ég mér fyllilega grein fyrir því hvað fagleg vinnubrögð snúast um og hvenær sú þjónusta sem að ég kaupi er fagleg. Í fæstum tilfellum er hægt að gera ráð fyrir að þjónusta hér á Fróni uppfylli þau skilyrði sem ég geri fyrir faglegum vinnubrögðum, en það hefur þó í einu og öllu átt sér stað í viðskiptum mínum við Stefnu og þeirra frábæra starfsfólk. Sama hvaða vandamál hafa komið upp hvort sem það þurfti að forrita nýja hluti fyrir mig eða breyta gömlum voru svörin aldrei önnur en ekkert mál og svo var það bara gert.

Ég mæli eindregið með þjónustu Stefnu og þeir sem að hafa frekari spurningar um þeirra þjónustu eða virkni Moya vefumsjónarkerfisins geta haft samband við mig beint.“

Jökull Bergmann
UIAGM Fjallaleiðsögumaður

samherji.is

„Við hjá Samherja höfum verið í viðskiptasambandi við Stefnu í mörg ár. Vefumsjónarkerfið þeirra hefur reynst ágætlega, það er þægilegt í notkun og skilar öllu sem við ætlumst til.  Það sem stendur upp úr er samt afburðagóð þjónusta starfsmanna Stefnu, bæði hefur öllum okkar erindum verið svarað fljótt og vel og eins finnst okkur mjög vel hafa verið staðið við þjónustusamninginn.“

Margrét Ólafsdóttir

ntv.is

„Ég hef átt farsælt samstarf með Stefnu í áraraðir. Fyrir utan þær frábæru lausnir sem þeir bjóða upp á er þrennt sem ég á erfitt með að sjá aðra leika eftir með sama stöðugleika, framsækni og áræðni sem þeir hafa sýnt ár eftir ár.

Þeir vita hvað þeir eru að segja, þeir standa við þau loforð sem þeir gefa og þegar eitthvað fer úrskeiðis þá laga þeir það strax.“

Ingvar Jónsson
Framkvæmdastjóri NTV

akureyri.is

„Það hefur margt breyst hjá okkur til batnaðar eftir að við hófum að nota Moya vefumsjónarkerfið frá Stefnu. Heimasíðurnar okkar voru allar teknar til endurskoðunar þegar við skiptum yfir í Moya og í kjölfarið hlutum við viðurkenningu fyrir að vera með besta sveitarfélagavefinn árið 2011.

Sú þjónusta sem Stefna veitir okkur er öll til fyrirmyndar, hlutirnir gerast yfirleitt hratt og örugglega, kostnaður við umsjón og utanumhald hefur lækkað og síðast en ekki síst þá er fólkið sem sér um að setja efni inn að vefina miklu meira sjálfbjarga – þetta kerfi er mun notendavænna en það sem við reiddum okkur á áður. Ég held mér sé því óhætt að gefa Moya mín bestu meðmæli.“

Ragnar Hólm Ragnarsson, 
vefstjóri Akureyrarbæjar