Jafnlaunastefna Stefnu

Jafnlaunastefna félagsins skal vera leiðarljós í því hvernig félagið gætir jafnréttis í ákvörðunum er snúa að launum og öðrum kjörum. Allt starfsfólk Stefnu skal njóta jafnra launa fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun og önnur kjör skuli ákveðin á sama hátt fyrir allt starfsfólk óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum þáttum. Stöðugt skal unnið að því að útrýma óútskýrðum kynbundnum launamun, sé hann til staðar. Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna
félagsins.

Ábyrgð

Framkvæmdastjórn félagsins ber ábyrgð á jafnlaunastefnunni og er framkvæmdastjóri ábyrgur fyrir því að framfylgja jafnlaunastefnu félagsins sem og eftirliti með jafnlaunakerfinu í umboði stjórnar fyrirtækisins.

Stefna

Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu félagsins skuldbindur Stefna sig til að:

  • Sækja um jafnlaunastaðfestingu.
  • Innleiða jafnlaunakerfi.
  • Setja fram og rýna jafnlaunamarkmið árlega.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.
  • Kynna árlega niðurstöðu jafnlaunagreiningar fyrir starfsfólki félagsins.
  • Kynna stefnu þessa öllu starfsfólki og hafa hana aðgengilega almenningi á heimasíðu Stefnu.

Akureyri, 7. desember 2023.

Jafnréttisáætlun Stefnu 2023-2025

Jafnréttisáætlun þessi tekur til Stefnu og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki þau réttindi sem jafnréttislög kveða á um.

Stefna er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt og allir hafa jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sína óháð ómálefnalegum þáttum eins og kyni, aldri, kynhneigð, kynþætti og trú.

Jafnréttisáætlun Stefnu hefur verið samþykkt í stjórn og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti. Unnið er að jafnlaunastaðfestingu skv. 8 gr. Jafnréttislaga.

Markmið og framkvæmd

Jafnréttisáætlunin hefur það að markmiði að Stefna verði áfram góður og eftirsóknarverður vinnustaður þar sem virkt jafnréttisstarf er tryggt. Markmið áætlunarinnar er að uppfylla skyldur félagsins skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.

Stjórnendur og starfsfólk Stefnu bera sameiginlega ábyrgð á að viðhalda jafnrétti og jöfnum
tækifærum alls starfsfólks hvívetna innan félagsins.

Jafnréttisáætlun félagsins og tengd aðgerðaráætlun skulu endurskoðaðar að lágmarki á þriggja ára fresti og skal næstu endurskoðun lokið fyrir lok desember 2025. Framkvæmdastjóri er ábyrgðarmaður áætlunarinnar.

Jafnréttisáætlunin skal kynnt öllu starfsfólki og vera aðgengileg á heimasíðu félagsins.

Jöfn kjör

Starfsfólki félagsins, konum, körlum og einstaklingum af öðrum kynjum, skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðunum ekki fela í sér kynjamismunun.

Starfsfólki skal ávallt vera heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs að gera svo. Stefna hefur sett sér jafnlaunastefnu og skuldbundið sig til að fylgja stefnunni eftir. Jafnlaunagreiningar verða framkvæmdar einu sinni á ári, þar sem laun eru kyngreind, og brugðist við ómálefnalegum launamun.

Félagið vinnur stöðugt að því að útrýma óútskýrðum kynbundnum launamun sé hann til staðar og
setur sér markmið um hvernig skal eyða honum, komi hann fram við launagreiningu.

Jafnir möguleikar

Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum, körlum og öðrum kynjum. Nauðsynlegar ráðstafanir verða gerðar til að tryggja að konur, karlar og önnur kyn njóti sömu möguleika til símenntunar, starfsþjálfunar og framgangs í starfi.

Samræmi vinnu og einkalífs

Stefna vill vera fjölskylduvænn vinnustaður. Ráðstafanir eru gerðar til að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu, óháð kyni. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsfólks og þarfa atvinnulífs.

Einelti, ofbeldi eða áreitni verður ekki liðin

Einelti, kynferðislegt áreitni, kynbundin áreitni og kynbundið ofbeldi er ekki liðið innan félagsins. Félagið mun stíga skref og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi og áreitni, m.a. með fræðslu og með því að vinna að því að jafna hlutföll kynjanna meðal starfsfólks.

Stefna hefur innleit viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Fyrst útefið í janúar 2023.

Jafnréttisáætlun gildir til þriggja ára og skal endurskoðast í síðasta lagi í janúar 2026.