Þjónustuloforð Stefnu

Þjónustuloforð Stefnu gefur viðskiptavinum hugmynd um hvers megi vænta af Stefnu, annars vegar varðandi svartíma og aðgengi að þjónustunni og hins vegar varðandi áreiðanleika og öryggi.

  • Viðmót: Við hlustum, veitum ráðgjöf og tökum tillit til þarfa viðskiptavina hverju sinni.
  • Svartími: Við svörum viðskiptavinum eins fljótt og kostur er, hringjum til baka samdægurs sé þess óskað.
  • Viðmiðið er að viðskiptavinur fái alltaf viðbrögð við sínum beiðnum innan dagsins en eigi síðar en næsta virka dag.
    Komi beiðni eftir kl. 14:00 má vænta svars næsta virka dag.

Úrlausn á málum: Við leysum mál af fagmennsku og upplýsum reglulega um framgang þeirra.

Opnunartími og svörun

Þjónustuborð svarar netspjalli, tölvupósti og verkbeiðnum 9:00 - 16:00 alla virka daga og er símaþjónusta opin 9:00 - 12:00 virka daga.

Hægt er að hafa samband á netspjalli, opna verkbeiðni, senda tölvupóst á hjalp@stefna.is eða með því að hringja í síma 464-8700. Utan almenns vinnutíma er neyðarvakt og verður kallaður út viðeigandi sérfræðingur til að sinna neyðartilfelli eftir því hvers eðlis málið er.

Öllum alvarlegum tilfellum sem hafa áhrif á birtingu vefs, ásýnd eða skapar vinnustöðvun er sinnt tafarlaust. Önnur mál eru sett í viðeigandi farveg og sinnt með tilliti til alvarleika og í samráði við viðskiptavin um viðeigandi viðbragðstíma.

Ekki er stofnað til kostnaðar vegna hugbúnaðargalla eða atvika sem orsakast vegna vélbúnaðar í hýsingarumhverfi. Undanþegið er rof á þjónustu eða gallar í hugbúnaði þriðja aðila sem tengdar hafa verið inn á vefinn. Gallar sem koma fram vegna uppfærslu á innviðum og einingum á seinni stigum eru metnir hverju sinni eftir umfangi og eðli, í samráði við viðskiptavini.

Aðgangur að þjónustuborði

Aðgangur að þjónustuborði er innifalinn í áskrift að kerfinu. Innifalin er eftirfarandi þjónusta:

  • Stuðningur við sjálfstæð viðbrögð í efnisvinnslu verkkaupa til að efla þekkingu á vefumsjónarkerfið.
  • Verðáætlun í viðbætur og ráðgjöf vegna þeirra.
  • Fyrirspurnir um reikninga og gjöld.

Sé óskað eftir kennslu, innsetningu efnis eða ráðgjöf vegna leitarvélabestunar, notendaprófana eða markaðsráðgjafar er greitt fyrir það skv. gjaldskrá. Þjónustuborð veitir alla jafna ekki stuðning eða aðstoð vegna annars hugbúnaðar.

Kennsla

Kennsla er alla jafna hluti af verksamningi og áætlun í upphafi, kennslu má bæta við aukalega eftir þörfum á seinni stigum.

Mælt er með að nýir notendur hljóti kennslu á kerfið innan mánaðar frá fyrstu innskráningu. Algengt er að 1-2 klukkutímar í 1-2 skipti dugi til að gera notendur fullfæra um að viðhalda öllum vefnum. Kennsla er veitt með fjarfundarbúnaði eða á skrifstofum Stefnu í Kópavogi og á Akureyri, eða eftir samkomulagi í húsakynnum verkkaupa, verði því við komið.

Á vef Stefnu eru leiðbeiningar og myndbönd sem styðja vel við notkun kerfisins sem koma að góðum notum í upphafi og til að rifja upp virkni þess.

Gjaldskrá kennslu og efnisinnsetningar

Hver klukkutími kennslu: 14.900 kr. án VSK.
Opið tveggja tíma námskeið*: 10.000 kr. án VSK
Innsetning efnis, hver tími: 19.900 kr.  án VSK.

*Hámarks þátttakendafjöldi í opnu námskeiði eru 10. Innifalinn er aðgangur fyrir tvo frá viðeigandi vef. Opin námskeið eru haldin með reglubundnum hætti, skráning á opið námskeið.