Mörg vefumsjónarkerfi standa til boða í heiminum, en af öllum kerfum hefur WordPress notið langmestra vinsælda. Í þessum pistli reifum við helstu kosti og galla kerfisins og hvaða aðrar leiðir eru færar til að koma upp vef á hagkvæman, öruggan og faglegan hátt.
Þegar hugsað er um nýjan vef þá er mjög algengt að WordPress komi fyrst upp í hugann. WordPress er jafnvel stöðluð veflausn í kennslu á upplýsingafræði í háskólum landsins og víða um heim.
Upphaflegar kemur WordPress fram á sviðið sem blogg-kerfi, það er fyrir tíma samfélagsmiðla þegar hver sá sem vildi koma skoðun sinni á framfæri, segja frá einhverju áhugaverðu málefni eða létta á hjarta sínu þurfti sjálf/sjálfur að setja upp vef og hefja skrifin. Blog (og svo íslenska orðið „blogg“) varð til úr upphaflega orðinu weblog sem endurspeglaði einhvers konar skráningu á vefnum (samsett úr web og log).
En bloggið hefur breyst mikið frá því sem var áður, mun færri eru að blogga og hefur það færst meira í að þjóna markaðslegum tilgangi. Dæmi um slíkt má sjá á vef eins og HÉR ER vef Smáralindar. En einfaldleiki þess að setja upp PHP-kerfið WordPress á mjög skömmum tíma og með tilbúnum sniðmátum hafði slegið í gegn. Þar að auki er hægt að bæta við aukavirkni á fljótlegan hátt með plug-ins virkni. Það er ekki síst þetta mikla úrval af útlitsmöguleikum og viðbótum sem ýmist kosta lítið eða ekki neitt, sem hefur þótt aðlaðandi.
Viðbæturnar (plugins) í WordPress er oftast talið sem einn af helstu styrkleikum kerfisins, en þau geta líka verið einn helsti veikleiki þess (háð uppsetningu og rekstrarumhverfi). Helstu ókostir þess að setja inn plugins á WordPress vefi eru:
Grunnvirkni WordPress er takmörkuð, það er að hluta til vegna þess að mikill styrkleiki felst í að halda kerfinu einföldu (forðast svokallað feature creep) og því er nokkuð hörð stefna í því að bæta aðeins við fáum og afmörkuðum möguleikum í hverri útgáfu. Áherslan hefur verið á að smíða kerfi sem auðvelt er fyrir aðra að bæta virkni í með plugins og þemum/útliti. Hér er stutt samantekt á grunnvirkninni eins og hún er þegar þetta er ritað (mars 2023):
Hér er listi af nokkrum plugins sem eru algengust í WordPress uppsetningu:
Og þá er ótalið ein af vinsælustu viðbótunum sem er netverslunarkerfið WooCommerce, sem er risastórt WordPress plugin. VIð látum það ótalið hér, því með WooCommerce fylgir svo enn meira af viðbótum sem bæta við virkni sem WooCommerce styður ekki (eins og síur í vöruflokki).
Þegar upp er staðið er því ekki óalgengt að WordPress vefur sé með 5-25 plugins virk á hverjum tíma.
Þegar setja á upp vef á hagkvæman og fljótlegan hátt er vert að skoða hvaða aðrir kostir eru í boði.
Hér er yfirlit þeirra helstu lausna til vefumsjónar sem standa notendum til boða, til viðbótar við WordPress:
Okkar viðskiptavinir hafa kunnað að meta einfaldleikann sem fylgir því að nota kerfið okkar, Moya CMS.
Vegna flækjustigs sem fylgir því að viðhalda WordPress, uppfærslu útgáfna, þekktra öryggisgalla á hverjum tíma og plugins fjölda þá höfum við (enn sem komið er) ákveðið að reka og viðhalda okkar eigin vefumsjónarkerfi.
Kerfið á rætur sínar til 2003/2004, en útgáfa 1.0 af WordPress kom ekki fyrr en 2007. Við vorum því farin að smíða vefumsjónarkerfi töluvert áður en WordPress æðið hófst!
Öll grunnvirkni er mjög einföld, notendur vinna í bakenda sem er ekki ólíkur WordPress og öðrum sambærilegum kerfum. Við notum til að mynda TinyMCE ritilinn, sem lítur svona út:
Við erum með mörg hundruð vefi í kerfinu okkar í dag, og fjölmargir stórir sem smáir viðskiptavinir treysta okkur og Moya fyrir sínum vef.
Meðal þeirra sem nýta sér kerfið eru Hekla, Berjaya hótelkeðjan á Íslandi (áður Icelandair hotels), VIRK, Terra, Kópavogsbær (allt í allt meirihluti sveitarfélaga landsins), íþróttafélög (HK, Þór, KA, UMFS, Tindastóll), fjölmörg félög og félagasamtök (Læknafélagið, Fél. löggiltra endurskoðenda, Landssamtök hestamanna, Ferðafélag Íslands, FÍB, Málefli) og góðgerðarfélög (SKB, Barnaheill, Umhyggja, Einstök börn).
Heyrðu í okkur, við erum alltaf til í kaffispjall (nú eða bara Kristalsspjall) í Urðarhvarfi í Kópavogi eða á Glerárgötu á Akureyri (eða á fjarfundi). Okkar markmið er að viðskiptavinir okkar njóti reynslunnar sem við höfum byggt upp síðustu ár og erum boðin og búin að aðstoða við val á því vefumsjónarkerfi sem hentar þeirra starfsemi og styður við markmið verkefnisins.
Hér má finna lausan tíma og bóka fund.
Þú getur líka sent okkur línu á radgjof@stefna.is eða bjallað í síma 464 8700.
Þjónustuborð Stefnu
Opið alla virka daga frá 9-16
Símaþjónusta í 464 8700 er opin til hádegis.
Stefna Akureyri
Glerárgata 34, 1. hæð
600 Akureyri
Stefna Kópavogur
Urðarhvarf 8B, 3. hæð
203 Kópavogur
Stefna Uppsala
Olafsgatan 11a
753 21 Uppsala, Sweden