Með beintengingu við myndabankann Pexels getur þú leitað eftir og dregið myndir inn í hönnunina á fljótlegan hátt.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig beintenging við myndabankann virkar inni í kerfinu.
Gott dæmi um vefi frá okkur sem nýta myndir á líflegan hátt eru meðal annars vefir Íslenskrar myndgreiningar, Verðbréfamiðstöðvar Íslands og Golfsvítunnar.
Viltu bæta vefinn þinn með Stefna Flex?
Þú getur fengið ráðgjöf hjá okkur við hvað hentar, við setjum saman pakkann eins og hann hentar best og aðstoðum þig við að koma vefnum í loftið.