Verkefnið Korter, þróað af Vistorku, Orkusetri, Geimstofunni og Stefnu, er bæði app og vefsíða sem gefur notendum yfirsýn yfir það svæði sem þeir komast á gangandi eða á hjóli innan fimmtán mínútna.
Hugmyndin er einföld: hvetja fólk til að hugleiða hvort það þurfi alltaf að setjast upp í bílinn fyrir styttri ferðalög.
Viðbrögðin hafa verið góð, og nú er Korter komið áfram í næsta stig í Nordic Energy Awards, þar sem markmiðið er að fá viðurkenningu fyrir nýsköpun.
„Við vorum að leita að nýjum leiðum til að fá fólk til að átta sig á því hversu auðvelt það er að ganga eða hjóla, og hvernig bíllinn er oft óþarflega yfirdrifinn í mörgum ferðum,” segir Guðmundur hjá Vistorku.
Samstarf um þróun hugmyndarinnar
Með aðstoð Stefnu og Geimstofunnar var hugmyndin þróuð áfram í farsælu samstarfi þar sem sérfræðiþekking hvers aðila spilaði stórt hlutverk. Lausnin var þróuð í áföngum, án mikillar tímapressu, og vakti útkoman góða lukku.
Guðmundur hrósar sérstaklega Stefnu fyrir framgang verkefnisins: „Robbi hélt rosalega vel utan um okkur, gott aðgengi og gott traust á milli. Fyrir okkur er frábært að hafa tengilið sem sér um málin.”


Ert þú með hugmynd að appi?
Korter er dæmi um app sem er einfalt í uppsetningu. Við smíðum stór sem smá öpp og getum hannað, forritað og sett upp allar tengingar sem þarf við önnur kerfi.