Rental Relay hefur gjörbylt skilvirkni í umsýslu og innheimtu gjalda vegna bílaleigubíla.
Síðustu mánuði hefur Stefna þróað og smíðað Rental Relay, kerfi sem bætir utanumhald og skilvirkni í gjaldtöku bílastæðagjalda vegna bílaleigubíla.
Tenging er við 30 bílaleigur á Íslandi og flota þeirra. Þannig hefur afgreiðslu gjalda hjá (nú) 70 bílastæðum færst úr innhólfi og handvirkri yfirferð hverrar bílaleigu yfir í algjöra sjálfvirkni.
Þar með heyrir kostnaður við starfsmann hjá hverri bílaleigu sögunni til, ásamt tilheyrandi villuhættu og niðurfellingu síðbúinna krafna á leigutaka.
Bílaleigum tengdum Rental Relay fjölgar hratt og nánast öll bílastæði á Íslandi sem krefjast greiðslu tengjast kerfinu. Líkur eru á að aðrar sektargreiðslur muni bætast við á næstu mánuðum.
Með kerfinu sparast ekki aðeins tími:
- Með flotaupplýsingum má spara uppflettingar ökutækja og bankakostnaður sparast þegar kröfum er safnað saman og sendar í bunkum á tilteknum tíma.
- Að auki spyr kerfið hverja bílaleigu hvort gildur samningur (við leigutaka) sé til staðar.
- Kerfið greinir því leigutaka bíls í rauntíma þegar bíl er lagt og getur tilkynnt frávik sérstaklega til bílaleigunnar þegar enginn leigutaki er skráður.
Bylting í skilvirkni innheimtu bílastæðagjalda hjá ferðamönnum og öðrum leigutökum bíla.
Hvert bílastæði gefur tiltekinn umþóttunartíma svo greiða megi með appi eða greiðsluvél, að þeim tíma liðnum tekur við alsjálfvirkt kerfi sem færir hvert mál beint inn í bílaleigukerfin. Stjórnendur bílastæða annars vegar og bílaleiganna hins vegar hafa sinn eigin aðgang að stjórnborði, þar má rekja gögnin sem liggja til grundvallar hverju máli (bílnúmer, tíma, tímalengd).
Rental Relay eykur þannig skilvirkni, sparar tíma, peninga og tryggir gæði gagna.

Alex Egilsson
Fjármálastjóri
Rental Relay aðstoðar okkur með það sem áður var stórt vandamál, sem rekstraraðilar í útleigustarfsemi bifreiða hafa þurft að kljást við lengi. Kerfið gefur okkur yfirsýn yfir stærstan hluta mála sem myndast þegar bifreið frá okkur hefur lagt í gjaldskylt bílastæði.
Kerfið tryggir að stuttu eftir ógreidda heimsókn vegna bifreiðar í útleigu, er send tilkynning til okkar með öllum nauðsynlegum upplýsingum. Þetta tryggir hraðvirkari upplýsingagjöf til leigutaka af okkar hálfu ásamt því að hann fær upplýsingar til þess að geta leyst úr mögulegum ágreiningi við eiganda bílastæðis.