Danskur dagur Stefnu
12. apríl 2024
Róbert Freyr Jónsson

Deila

Danskur dagur Stefnu
Danskur dagur Stefnu

Hjá Stefnu starfar hópur fólks sem hefur alið manninn í Danmörku í lengri eða skemmri tíma. Af því tilefni hlóðum við í danskan dag.

Á tveggja mánaða krýningarafmæli Friðriks tíunda (Frederik X) þann 14. mars 2024 var boðið upp á danskar veigar í húsakynnum okkar á Akureyri og í Kópavogi.


Eins og sjá má á myndunum voru það Faxe Kondi þrúgusykursdrykkurinn, Cocio súkkulaðimjólkin og smørrebrød af ýmsu tagi sem glöddu okkur og færðu Danmörku aðeins nær um nokkra stund.


Af fólkinu okkar sem hefur stundað nám og búið í Danmörku eru

  • Pálmar sem er MediaGrafiker frá Tech College Aalborg,
  • Halla Hrund með MS í Digital Design & Communication frá IT University of Copenhagen,
  • Jón Egill sem bjó í Danmörku í sex ár og nam í Lyngby Uddannelsescenter,
  • Björn sem er MBA frá Copenhagen Business School,
  • Snorri sem er með M.Sc. í Brand & Communication Management frá Copenhagen Business School og bjó í Danmörku í sex ár,
  • Júlía sem bjó í Kaupmannahöfn í 4 ár og lærði Multimedia Design og B.A. í Design & Business frá Københavns Erhversakademi og
  • Ingunn sem er uppalin í Danmörku og talar ekki aðeins dönsku heldur einni suður-jósku.


Eftir Ingunn Fjóla 9. desember 2024
Hvað getur greint á milli tæknilausna og hugmynda sem ná flugi og þeirra sem brotlenda? Til að nýsköpun heppnist vel verði að halda áherslunni kyrfilega á notandann og þarfir hans.
Eftir Pétur Rúnar Guðnason 22. október 2024
Verkefnið Korter , þróað af Vistorku, Orkusetri, Geimstofunni og Stefnu, er bæði app og vefsíða sem gefur notendum yfirsýn yfir það svæði sem þeir komast á gangandi eða á hjóli innan fimmtán mínútna.
Eftir Róbert Freyr Jónsson 3. júní 2024
Fjarvinna og ferðalög Ég hef dundað mér í að flýja Íslenska veðráttu og heimsækja önnur lönd, ekki endilega til að skoða sérstaklega allt sem er í boði allstaðar eða taka þetta ferðalag sem eitthvað frí, heldur hef ég stefnt á að geta haldið áfram að vinna og vera í hlýlegra umhverfi um helgar og eftir vinnu á daginn. Þá þarf að huga að ýmsu.
Share by: