Efnishönnun hefur verið vaxandi í umræðunni undanfarin ár og fjöldi slíkra hönnuða hefur aukist. En hvað er efnishönnun og hvaðan kemur hún? Er þörf fyrir enn einn starfstitilinn?
Síðustu ár höfum við hjá Stefnu unnið töluvert við hönnun efnis. Við höfum haldið óteljandi vinnustofur og hannað í kjölfarið texta og annað efni í samvinnu við starfsfólk stofnana sem hefur treyst okkur til að leiða þessa vinnu. Samhliða því höfum við sótt okkur aukna þekkingu á þessu sviði.
En hvað er efnishönnun? Er það ekki bara flottara orð yfir textagerð?
Starfsheitið er tiltölulega nýtt en það varð til í Bretlandi fyrir nokkrum árum í tengslum við stórt vefverkefni hins opinbera þar í landi, Gov.uk. Starfsheitið var fyrst notað af Sarah Winters sem starfaði í efnismálum fyrir stjórnvöld þar í landi í mörg ár, síðast sem "head of Content" yfir Gov.uk vefnum.
„I´m really sorry I added another job title. It was necessary. Honest."
Úr fyrirlestri Sarah Winters á UX London 2019, „Content Design: Why there is another title in our industry.”
Starfsheitið markaði viðhorfsbreytingu og nýja nálgun á því hvernig vefstjórar og hönnuðir unnu efni fyrir vef. Með því endurskilgreindi hún hlutverk starfsfólksins sem vann við textagerð og skilgreindi hvað efnishönnun (e. Content Design) er.
Fram að því hafði dæmigerð textavinna oft verið í höndum fólks sem hafði lítinn sem engan ákvörðunarrétt yfir því hvað var birt. Samþykktarferlið var langt og oft í höndum margra aðila, oft fólks sem var ekki í beinum samskiptum við notendur og hafði því minni skilning á þörfum þeirra, orðaforða og aðstæðum. Algengt var að eftir langt ferli og mikil endurskrif væri birtur texti sem fólk skildi ekki og starfsfólkið var ekki ánægt með.
Breytingin fól í sér að valdefla fólkið sem vann efnið, gefa þeim tíma til að rannsaka raunverulegar þarfir fólks fyrir upplýsingar og byggja vinnuna á gögnum.
Samhliða þessu var aukinn skilningur á að texti er oft ekki besta leiðin til að koma upplýsingum til skila. Vefstjórar og aðrir sem báru ábyrgð á vefnum fengu í kjölfarið betra aðgengi að hönnuðum og forriturum til að vinna efni á því formi sem hentaði best hverju sinni, hvort sem það var texti, tafla, skýringarmynd, reiknivél, dagatal eða önnur framsetning sem virkaði.
Í stað þess að stökkva strax í textagerð og ákveða „hvernig ætlum við að skrifa þetta" þá stöldrum við aðeins við og gefum okkur tíma til að spyrja nokkurra spurninga, eins og:
Góð efnishönnun byggir á gögnum og er „team-sport". Við vinnum með notendum, sérfræðingum, þjónustufulltrúum og öðrum sem búa yfir mikilvægum upplýsingum. Öllum gögnum sem til eru um málefnið er safnað saman.
Dæmi um gögn:
Þegar um söluvöru eða þjónustu fyrirtækis er að ræða könnum við líka viðskiptaþarfirnar. Þegar við skiljum þarfir beggja aðila er auðveldara að finna hvar þær mætast.
Gott er að safna þessum gögnum saman þar sem við getum haft þau fyrir augunum, flokkað þau og unnið með þau. Post-it miðar og hvítar töflur henta yfirleitt vel í svona vinnu, hvort sem þær eru í raunheimum eða í samvinnutólum eins og Miro eða Mural.
Þegar við höfum unnið heimavinnuna okkar og sinnt undirbúningnum vel tekur efnishönnunin sjálf oft minnstan tíma.
Á þeim tímapunkti ættum við að vita:
Þó texti sé ekki alltaf besta leiðin til að koma upplýsingum til skila þá er algengt að efnishönnun feli í sér einhver textaskrif. Reynslan hefur kennt okkur að
„ ..að skrifa frá grunni er oft fjótlegra en að breyta því sem er til nú þegar.”
Við vitum að fólk kemur ekki inn á vefsvæði til að lesa ritgerðir með inngangi og lokaorðum, eða til að dást að grafíkinni. Fólk er með erindi sem það vill klára hratt og örugglega, helst án þess að þurfa að læra ný orð eða þræla sér í gegnum flókið lagamál eða tæknimál sem það er ekki vant að nota.
Í textaskrifum er mikilvægt að:
Líkt og góð vefhönnun þá er góð efnishönnun ósýnileg notandanum. Fólk tekur bara eftir efninu þegar það fer að flækjast fyrir og gera því erfitt fyrir að finna eða skilja það sem leitað er að.
Góð efnishönnun hjálpar okkur að tryggja að það sem fólk þarfnast sé:
Hversu vel þekkir þú þarfir þinna viðskiptavina?
Ef þú vilt aðstoð, hafðu þá samband.
Hér má finna lausan tíma og bóka fund.
Þú getur líka sent okkur línu á radgjof@stefna.is eða bjallað í síma 464 8700.
Viltu lesa meira?
Content Design — bók um efnishönnun eftir Sarah Winters
Readability Guidelines handbókin, alþjóðlegt verðlaunaverkefni um aðgengilegt efni
Þjónustuborð Stefnu
Opið alla virka daga frá 9-16
Símaþjónusta í 464 8700 er opin til hádegis.
Stefna Akureyri
Glerárgata 34, 1. hæð
600 Akureyri
Stefna Kópavogur
Urðarhvarf 8B, 3. hæð
203 Kópavogur
Stefna Uppsala
Olafsgatan 11a
753 21 Uppsala, Sweden