Ég hef dundað mér í að flýja Íslenska veðráttu og heimsækja önnur lönd, ekki endilega til að skoða sérstaklega allt sem er í boði allstaðar eða taka þetta ferðalag sem eitthvað frí, heldur hef ég stefnt á að geta haldið áfram að vinna og vera í hlýlegra umhverfi um helgar og eftir vinnu á daginn. Þá þarf að huga að ýmsu.
Það er svona það fyrsta og mikilvægasta. Ég hef verið á stað sem var með lélegt samband og það gerði lífið mitt mjög erfitt. Ég átti erfitt með myndfundi og var farinn að lauma mér á kaffihús til að stelast í netið þar.
Eitt skiptið þurfti ég að fara á bíl niður í þorp til að komast í net, það var í Skotlandi þar sem samband er oft stopult til sveita. Á öðrum stað á Spáni var netsamband á milli íbúða strengt á milli húsa og má segja að það hafi hangið á bláþræði við svalirnar á húsinu. Sambandið var eftir því.
Á þessum svölum er lélegt netsamband (en fínasta veður).
Það er hægt að vinna „að heiman“ sem er gott og gilt en það sem er betra er að leigja sér skrifborð í því sem kallað er CoWorking space (og er orðið algengt víða). Þá fer maður í vinnuna á hverjum degi, þar er góð vinnuaðstaða og brýtur upp daginn.
Þá ertu ekki að húka í íbúðinni eða herberginu sem þú leigðir. Það munar töluverðu.
Tölvuvinna á hótelherbergjum verður fljótt þreytt, en sum hótel bjóða reyndar upp á sérstakt sameiginlegt vinnurými.
Ef þú ert í nokkrar vikur þá er mikilvægt að þér geti líka liðið vel inn á heimilinu, það sé sófi og sjónvarp og þau þægindi sem við erum vön.
Rúmið sé þægilegt, þú sért með kaffivél og ísskáp, jafnvel loftkælingu ef þú ert á heitum stað. Það tekur svoltið sjarman af þessu ef þú kemur heim á kvöldin og ert bara með rúm og eldhússtóla.
Íbúðin í Porto var óþægilega köld á þessum árstíma (mars/apríl).
Það sem er líka mikilvægt og ástæðan fyrir því að ég hef verið að ferðast en samt vinna er að brjóta upp hversdagsleikann. Fara út að labba um hverfið, fara út í ókunna búð og versla, fara í einhverja spennandi ferð um helgar t.d. rauðvínsferð eða bátsferð eða eitthvað slíkt. Það þarf ekki að vera merkilegt, eins og þegar ég var á Tenerife fór ég í dagsferð til Santa Cruz.
Þegar ég var í Porto fór ég í 6 tíma rauðvínsferð um Duoro héraðið. Ég er ekki endilega að leitast eftir því að setja á mig pressu að þurfa að skoða allt og upplifa allt. Heldur bara hægja aðeins á og upplifa umhverfið á mínum hraða. Jafnvel bara lifa í takt við hraða heimamanna.
Það eru líka nokkur atriði sem ég geri á hverjum stað, til dæmis:
Læt fylgja með nokkrar myndir úr síðustu tveimur ferðum, til Tenerife „á Spáni“ og Porto í Portúgal.
Þjónustuborð Stefnu
Opið alla virka daga frá 9-16
Símaþjónusta í 464 8700 er opin til hádegis.
Stefna Akureyri
Glerárgata 34, 1. hæð
600 Akureyri
Stefna Kópavogur
Urðarhvarf 8B, 3. hæð
203 Kópavogur
Stefna Uppsala
Olafsgatan 11a
753 21 Uppsala, Sweden