Gervigreind framleiðir (alvöru) auglýsingar, næstum því
23. nóvember 2023
Pétur Rúnar Guðnason

Deila

Gervigreind framleiðir (alvöru) auglýsingar, næstum því
Gervigreind framleiðir (alvöru) auglýsingar, næstum því

Á starfsdegi Stefnu í vor skoðuðum við fjölmargt skemmtilegt. Fróðleiksfýsn var svalað í grúski og hakki (af betri gerðinni) í fjölbreyttum efnisflokkum.


Meðal þess sem við grúskuðum í var gervigreind og möguleg nýting hennar í okkar störfum. Út úr því komu alls konar pælingar og til gamans deilum við hér broti af því besta.


Við gerðum m.a. tilraunir með verkfæri sem smíðar auglýsingar á aðeins nokkrum sekúndum með aðstoð gervigreindar. Um er að ræða tækni sem:

  1. les tiltekna vefsíðu
  2. smíðar texta
  3. útbýr myndband út frá efninu sem þar er að finna.


En virkar þetta?


Gervigreind framleiðir auglýsingar


Hægt er að stilla nokkrar breytur:


  • Tungumál (íslenska í boði!)
  • Rödd
  • Persónuna/manneskjuna
  • Tegund og fas

Rödd

Fyrir íslensku er eingöngu ein rödd í boði fyrir karla og önnur fyrir konur, það þarf því ekki að velta þessu mikið fyrir sér.

Persóna

Er hægt að kalla þetta manneskju? Jú vissulega eru þetta alvöru leikarar, en orðin sem þau bera fram eru ekki þeirra og raddirnar ekki heldur. Þetta er því einhvers konar blendingur, en í öllu falli má velja andlitið.

Tegund kynningar

Hægt er að velja á milli formlegs klæðnaðar og breyta fasinu lítillega, fá auknar handahreyfingar og fleira í þeim dúr.


Útkoman

Niðurstöðurnar komu okkur nokkuð á óvart, því jafnvel þótt texti væri stundum klúðurslegur kom íslenskan vel út í framburði og ekki langt í land. Það sem við helst tókum eftir:

  • Íslenskt málfar er ekki fullkomið í auglýsingunum (við breyttum engu!). Hægt er að stilla til textann handvirkt.
  • Framburður er mjög góður og orðin passa ágætlega við varahreyfingar.
  • Lífleg og skemmtileg framsetning með áherslum á markaðsskilaboð (benefits) umfram tækni (features).


Þótt þessi tilraun og þetta fikt hafi fyrst og fremst verið til gamans má geta sér þess til að í náinni framtíð muni þessi tækni halda áfram að hreyfast í rétta átt og að ekki verði langt þangað til nýta megi þetta í alvöru, ef svo má að orði kveða.


Eftir Ingunn Fjóla 9. desember 2024
Hvað getur greint á milli tæknilausna og hugmynda sem ná flugi og þeirra sem brotlenda? Til að nýsköpun heppnist vel verði að halda áherslunni kyrfilega á notandann og þarfir hans.
Eftir Pétur Rúnar Guðnason 22. október 2024
Verkefnið Korter , þróað af Vistorku, Orkusetri, Geimstofunni og Stefnu, er bæði app og vefsíða sem gefur notendum yfirsýn yfir það svæði sem þeir komast á gangandi eða á hjóli innan fimmtán mínútna.
Eftir Róbert Freyr Jónsson 3. júní 2024
Fjarvinna og ferðalög Ég hef dundað mér í að flýja Íslenska veðráttu og heimsækja önnur lönd, ekki endilega til að skoða sérstaklega allt sem er í boði allstaðar eða taka þetta ferðalag sem eitthvað frí, heldur hef ég stefnt á að geta haldið áfram að vinna og vera í hlýlegra umhverfi um helgar og eftir vinnu á daginn. Þá þarf að huga að ýmsu.
Share by: