Á starfsdegi Stefnu í vor skoðuðum við fjölmargt skemmtilegt. Fróðleiksfýsn var svalað í grúski og hakki (af betri gerðinni) í fjölbreyttum efnisflokkum.
Meðal þess sem við grúskuðum í var gervigreind og möguleg nýting hennar í okkar störfum. Út úr því komu alls konar pælingar og til gamans deilum við hér broti af því besta.
Við gerðum m.a. tilraunir með verkfæri sem smíðar auglýsingar á aðeins nokkrum sekúndum með aðstoð gervigreindar. Um er að ræða tækni sem:
En virkar þetta?
Hægt er að stilla nokkrar breytur:
Fyrir íslensku er eingöngu ein rödd í boði fyrir karla og önnur fyrir konur, það þarf því ekki að velta þessu mikið fyrir sér.
Er hægt að kalla þetta manneskju? Jú vissulega eru þetta alvöru leikarar, en orðin sem þau bera fram eru ekki þeirra og raddirnar ekki heldur. Þetta er því einhvers konar blendingur, en í öllu falli má velja andlitið.
Hægt er að velja á milli formlegs klæðnaðar og breyta fasinu lítillega, fá auknar handahreyfingar og fleira í þeim dúr.
Niðurstöðurnar komu okkur nokkuð á óvart, því jafnvel þótt texti væri stundum klúðurslegur kom íslenskan vel út í framburði og ekki langt í land. Það sem við helst tókum eftir:
Þótt þessi tilraun og þetta fikt hafi fyrst og fremst verið til gamans má geta sér þess til að í náinni framtíð muni þessi tækni halda áfram að hreyfast í rétta átt og að ekki verði langt þangað til nýta megi þetta í alvöru, ef svo má að orði kveða.
Þjónustuborð Stefnu
Opið alla virka daga frá 9-16
Símaþjónusta í 464 8700 er opin til hádegis.
Stefna Akureyri
Glerárgata 34, 1. hæð
600 Akureyri
Stefna Kópavogur
Urðarhvarf 8B, 3. hæð
203 Kópavogur
Stefna Uppsala
Olafsgatan 11a
753 21 Uppsala, Sweden