Stefna hefur unnið að fjöldanum öllum af sérlausnum fyrir viðskiptavini sína, með sérhæfingu í PHP forritun.

Til sérlausna teljast bæði sjálfstæðar einingar, sérhæfðar viðbætur við vefumsjónarkerfið, sem og tengingar á milli ýmissa kerfa. Stefna hefur smíðað fjöldan allan af bókunarkerfum, bílabókun, matarbókun, heimsendingarbókun og jafnvel bókabókun.

Hér eru nokkar kerfiseiningar og samþættingar sem okkur þykir vert að nefna sérstaklega

Viðburðadagatal

Viðburðadagatal gefur möguleika á að útbúa viðburði með endurtekningu eftir dögum, vikum og mánuðum. Sú eining býður upp á fjölbreytta möguleika í myndrænni uppsetningu og flokkun á viðburðum í dagatali. Hægt er að skoða dæmi neðst á www.akranes.is og www.akranes.is/is/dagatal. Þessi eining er einnig notuð til að halda utan um viðburði á www.mak.is

Ferðabókunareining

Stefna á og hefur sett upp fjöldann allan af ferðavefum sem keyra sjálfstætt ferðabókunarkerfi sem er skrifað af Stefnu. Það hefur þó færst í vöxt að nota bókunarvélar frá þriðja aðila og annaðhvort keyra þær með samþætting við ferðabókunareininguna eða sem sjálfstæða keyrslu í gegnum Moya vefumsjónarkerfið. Leitarvélabestun og stýring á birtingu fer ávalt fram á vefsvæðinu í gegnum Moya.

Samþætting við Bókun.is

Gögn eru sótt úr gagnasafni Bókunar með API fyrirspurnum. Allt þjónustuframboð er birt á samræmdan hátt. Við bókanir á þjónustu er notast við innfelda einingu (widget) Bókunar, sem býður upp á fullkomið bókunarferli í samræmi við möguleika kerfisins. Hægt er að skoða dæmi ferðavef með svona tengingu á www.trek.is 

Myndbandaeining

Myndbandaeining (Tube) heldur utan um myndbandabirtingu á vefnum. Hægt er að hala upp myndböndum beint á vefinn, setja inn slóðir fra YouTube eða Vimeo og setja myndböndin í viðeigandi flokka. Þannig er heildaryfirlit myndbanda á einum stað á mjög aðgengilegan hátt og notandinn þarf ekki að fara af vefnum til að horfa. Dæmi um notkun á þessari einingu er t.d. að finna á www.n4.is og www.hringbraut.is

Skráakerfi með notendastjórn

Skráasvæði með aðgangsstýringu þar sem öll skjöl eru læst og ekki hægt að afrita slóðir og senda annað. Með þessari einingu er haldið utan um skjölin og notendum gefin réttindi til að skoða eða bæta við skrám út frá hópum (groups) eða stökum notendum. Lestur og upphal á skjölum er tengt við innskráðan notanda (til dæmis á innraneti) sem sér gögn út frá sínum réttindum.

Upplýsingakort

Kortaeiningin er sett upp með það í huga að sýna staðsetningar og upplýsingar um viðkomandi stað/þjónustu. Vefstjóri getur sett inn nýjar staðsetningar þjónustuaðila, fært til eða breytt upplýsingum sjálfur. Notandi getur þysjað inn og út og dregið kortið til. Þegar notandi smellir á viðeigandi merki á kortinu kemur sprettigluggi með ítarupplýsingum þar er hægt að hafa myndir, myndbönd eða texta ásamt tengingu í frekari upplýsingar. Innifalið í uppsetningu er hönnun á litaþema sem passar við útlit síðunar ásamt því að lógó fyrirtækisins er aðlagað kortinu. Dæmi um notkun er neðst á vef Stefnu.

Visit eining

Þar getur vefstjóri sett inn upplýsingar um þjónustuaðila á svæðinu með einföldum hætti, fært til eða breytt upplýsingum sjálfur í bakenda. Með fylgir kortaeining sem sýnir staðsetningu þjónustuaðila og auðveldar notendum að finna þjónustuaðila og átta sig á aðstæðum. Notandi getur þysjað inn og út og dregið kortið til. Þegar notandi smellir á viðeigandi merki á kortinu kemur sprettigluggi með ítarupplýsingum þar er hægt að hafa myndir, myndbönd eða texta ásamt tengingu í frekari upplýsingar. Sjá dæmi á www.visitskagafjordur.is