Öpp, forrit, vefkerfi, sértækar einingar og margt fleira
Við höfum tekið að okkur fjölmörg forritunarverkefni til lengri og skemmri tíma fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir. Ýmist hafa verið skrifaðar sérstakar lausnir eða þróun haldið áfram á fyrirliggjandi kerfum.
Sérstök áhersla hefur verið á
PHP forritun þar sem við höfum byggt upp mikla þekkingu, en einnig er unnið að lausnum í
React og
OpenAPI vefþjónustu, svo dæmi séu tekin.
HÍ fékk okkur í samstarf til að setja aukinn kraft í hugbúnaðarþróun sína þar sem við erum að forrita í PHP í Uglunni og tengdum kerfum. Þar höfum við einnig verið að forrita í React framenda og efla leitarvélina með vinnu í Solr. Sérþekking okkar í leitarvélum nær einnig til Elasticsearch, m.a. í verkefnum tengt Ísland.is.
Sérfræðingar okkar hafa því tímabundið orðið hluti af teyminu hjá HÍ.
Stefna hefur smíðað yfirgripsmikið innheimtukerfi með tengingu við ökutækjaskrá en Stefna er einmitt endursöluaðili fyrir Samgöngustofu. Kerfið tengist við myndavélar þar sem bílnúmer eru lesin. Hlutverk kerfisins er að halda utan um aðgang bíleiganda, taka á móti greiðslum og halda utan um umferð hvers bíls fyrir sig.
Kerfiseiningar eru allar í PHP, einstaka einingar eru unnar modular svo hægt sé að tengja það við ólíka endapunkta (t.d. myndavélar, bókhaldskerfi o.þ.h.) og tala þær saman með vefþjónustu (API).
Stefna hefur undanfarin ár unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og tengd félög að þróun og hönnun á þeirra hugbúnaði í samstarfi við starfsmenn OR og önnur hugbúnaðarhús.
Stefna hefur þjónustað Heklu í vefmálum í yfir 10 ár og notast við PHP að mestu í þeirri vinnu.
Í stafrænni vegferð heklu hefur mikið verið gert í innrikerfum. Notast hefur verið við PHP í þessi mikilvægu kerfi og Vue fyrir framenda. Smíðaður var miðlægur API sem hefur það hlutverk að tengja sama kerfi og kerfishluta. Sem dæmi þá er tekur API gögn úr innrikerfum og kemur til vefverslunar sem er einmitt lausn frá Stefnu. En með þessu móti er klæðskerasaumaður PHP bakendi fyrir starfsfólk að vinna í og allar breytingar skila sér hratt og örugglega fyrir tilstilli þessarar samþættingar.
Einnig smíðuðum við sérhæft viðmót fyrir starfsfólk í PHP sem tekur við upplýsingum um gerð og aukahluti bíls (pöntunar) sem skilar svo inn í innri kerfi Heklu viðeigandi gögnum til úrvinnslu.
Á sama hátt og hjá HÍ komu sérfræðingar okkar að útfærslu á tilteknum kerfiseiningum inn í núverandi tækniumhverfi Umhverfisstofnunar. Þar höfum við unnið verkefni tengt móttöku og skráningu úrgangs hjá úrvinnsluaðilum með smíði á vefþjónustu fyrir gagnaskil (sem áður var skilað árlega á CSV sniði) og stórbættum tölfræðigögnum um úrgangsmál. Þá vinnum við að viðbótum og uppfærslu á kerfi fyrir úthlutun og skráningu á hreindýraveiðum ásamt öðrum smærri verkefnum.
Tæknistjóri stofnunarinnar sér um kóðastýringu og fer yfir allar þær viðbætur sem smíðaðar eru, kóðinn er því áfram að fullu í eigu og í rekstri hjá stofnuninni.
CAE Icelandair leitaði til Stefnu til að innleiða stafræna ferla og leysa margþættar áskoranir. Stefna greindi vinnulagið, hvernig æfingartímar voru stofnaðir og bókunarbeiðnir inn í slott.
Í kjölfar greiningar var lögð til nálgun á endurbætta ferla og smíðað sérhæft bókunarkerfi sem nú hefur verið í rekstri í rúmt ár.
Lestu um ávinning af verkefninu og ummæli CAE Icelandair um samstarfið í bloggfærslunni okkar um verkefnið.
Sendu okkur skilaboð og við svörum um hæl, eða hringu í síma 464 8700 og fáðu fund með ráðgjöfum okkar.
Takk fyrir að hafa samband. Við svörum til baka við fyrsta tækifæri
Oops, það hefur komið upp villa, vinsamlegast reyndu aftur.
Þjónustuborð Stefnu
Opið alla virka daga frá 9-16
Símaþjónusta í 464 8700 er opin til hádegis.
Stefna Akureyri
Glerárgata 34, 1. hæð
600 Akureyri
Stefna Kópavogur
Urðarhvarf 8B, 3. hæð
203 Kópavogur
Stefna Uppsala
Olafsgatan 11a
753 21 Uppsala, Sweden