6 bætast í hópinn hjá Stefnu

18. október 2023
Björn Gíslason
Við hjá Stefnu höfum ráðið nýtt starfsfólk sem er að koma inn í fjölbreytt verkefni og teymi sem þjónusta viðskiptavini félagsins. Markmið ráðninganna er að styðja við þann góða vöxt sem við höfum notið á undanförnum árum.
Gauti, Silfá og Hafsteinn á starfsstöðinni á Akureyri. Adam, Guðbjörg og Ingimar í Kópavogi.

Hafsteinn Lúðvíksson hefur verið ráðinn sem þjónustu- og viðskiptastjóri og mun sem slíkur halda utan um öflugt teymi sem þjónustar viðskiptavini Stefnu. Hafsteinn hefur áður sinnt sambærilegum störfum hjá Þekkingu og Advania.

Silfá Björk Jónsdóttir mun einnig koma inn í þjónustu hjá Stefnu en hún er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Guðbjörg Guðmundsdóttir mun starfa við viðmóts- og efnishönnun hjá Stefnu en hún hefur áður starfað við sambærileg verkefni hjá Mennsk ráðgjöf auk þess að vera ritstjóri vefs Háskólans í Reykjavík. Guðbjörg hefur lokið B.A. námi í ensku og M.A. námi í blaðamennsku frá Háskóla Íslands auk meistaragráðu frá Edinburgh Napier University.

Ingimar Svanberg Jóhannesson hefur verið ráðinn í starf forritara hjá Stefnu. Ingimar er full-stack forritari og starfaði áður hjá Davelo og Zenter.

Gauti Guðmann hefur verið ráðinn í starf forritara hjá Stefnu en Gauti er með B.Sc. próf í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Gauti starfaði áður hjá Kaptio

Adam Elí Inguson hefur verið ráðinn í starf forritara en Adam er að ljúka námi í hugbúnaðarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík.


Við erum spennt fyrir komu nýrra starfskrafta og höfum miklar væntingar til þessa öfluga hóps. Stefnu hefur vaxið mikið á undanförnum árum og við erum sífellt að taka að okkur stærri og fjölbreyttari verkefni. Starfsfólk Stefnu, sem fagnar 20 ára afmæli sínu nú um mundir, hefur aldrei verið fjölmennari og bjóðum við nýja starfsfólkið velkomið í hópinn,