Merki Stefnu. Rauður loftbelgur.
12. apríl 2024
Róbert Freyr Jónsson
Danskur dagur Stefnu

Deila

Danskur dagur Stefnu
Danskur dagur Stefnu

Hjá Stefnu starfar hópur fólks sem hefur alið manninn í Danmörku í lengri eða skemmri tíma. Af því tilefni hlóðum við í danskan dag.

Á tveggja mánaða krýningarafmæli Friðriks tíunda (Frederik X) þann 14. mars 2024 var boðið upp á danskar veigar í húsakynnum okkar á Akureyri og í Kópavogi.


Eins og sjá má á myndunum voru það Faxe Kondi þrúgusykursdrykkurinn, Cocio súkkulaðimjólkin og smørrebrød af ýmsu tagi sem glöddu okkur og færðu Danmörku aðeins nær um nokkra stund.


Af fólkinu okkar sem hefur stundað nám og búið í Danmörku eru

  • Pálmar sem er MediaGrafiker frá Tech College Aalborg,
  • Halla Hrund með MS í Digital Design & Communication frá IT University of Copenhagen,
  • Jón Egill sem bjó í Danmörku í sex ár og nam í Lyngby Uddannelsescenter,
  • Björn sem er MBA frá Copenhagen Business School,
  • Snorri sem er með M.Sc. í Brand & Communication Management frá Copenhagen Business School og bjó í Danmörku í sex ár,
  • Júlía sem bjó í Kaupmannahöfn í 4 ár og lærði Multimedia Design og B.A. í Design & Business frá Københavns Erhversakademi og
  • Ingunn sem er uppalin í Danmörku og talar ekki aðeins dönsku heldur einni suður-jósku.


Eftir Pétur Rúnar Guðnason 13. maí 2025
Sérhönnun fyrir ólíkar skjástærðir tryggir sem besta upplifun í öllum skjástærðum og því glansar vefurinn jafnt á litlum sem stórum skjá með Stefna Flex.
Eftir Pétur Rúnar Guðnason 12. maí 2025
Með beintengingu við myndabankann Pexels getur þú leitað eftir og dregið myndir inn í hönnunina á fljótlegan hátt.
Tvær gular örvar á skilti. Örin til hægri er merkt „Einfalt“ og örin til vinstri merkt „Flókið“.
Eftir Ingunn Fjóla 25. febrúar 2025
Í stafrænni vegferð reiðum við okkur í auknum mæli á tækni og stafvæðingu ferla til að veita öfluga og skilvirka þjónustu. Stafvæðing er í raun breyting á aðgengi fólks að þjónustu og vörum: