Danskur dagur Stefnu

12. apríl 2024
Róbert Freyr
Hjá Stefnu starfar hópur fólks sem hefur alið manninn í Danmörku í lengri eða skemmri tíma. Af því tilefni hlóðum við í danskan dag.

Á tveggja mánaða krýningarafmæli Friðriks tíunda (Frederik X) þann 14. mars 2024 var boðið upp á danskar veigar í húsakynnum okkar á Akureyri og í Kópavogi.

Eins og sjá má á myndunum voru það Faxe Kondi þrúgusykursdrykkurinn, Cocio súkkulaðimjólkin og smørrebrød af ýmsu tagi sem glöddu okkur og færðu Danmörku aðeins nær um nokkra stund.

Af fólkinu okkar sem hefur stundað nám og búið í Danmörku eru

  • Pálmar sem er MediaGrafiker frá Tech College Aalborg,
  • Halla Hrund með MS í Digital Design & Communication frá IT University of Copenhagen,
  • Jón Egill sem bjó í Danmörku í sex ár og nam í Lyngby Uddannelsescenter,
  • Björn sem er MBA frá Copenhagen Business School,
  • Snorri sem er með M.Sc. í Brand & Communication Management frá Copenhagen Business School og bjó í Danmörku í sex ár,
  • Júlía sem bjó í Kaupmannahöfn í 4 ár og lærði Multimedia Design og B.A. í Design & Business frá Københavns Erhversakademi og
  • Ingunn sem er uppalin í Danmörku og talar ekki aðeins dönsku heldur einni suður-jósku.