Hvað er Google Tag Manager (GTM) og hverjir eru kostir þess að bæta því við vefinn?
18. janúar 2024
Snorri Kristjánsson

Deila

Hvað er Google Tag Manager (GTM) og hverjir eru kostir þess að bæta því við vefinn?
Hvað er Google Tag Manager (GTM) og hverjir eru kostir þess að bæta því við vefinn?

Kostir þess að bæta GTM við vefinn

Google Tag Manager er frí viðbót frá Google sem leyfir vefstjóra með viðeigandi réttindi að bæta við kóða sem tengist öðrum tólum Google eða frá þriðja aðila.


Við höfum lengi mælt með notkun Google Tag Manager, samþættingin við Moya eða önnur vefumsjónarkerfi er einföld og í kjölfarið tekur vefstjóri við stjórninni og getur unnið með uppsetninguna án aðkomu forritara.


Helstu kostir

1. Ekki þörf á neinni þekkingu á forritun.

Eftir að GTM hefur verið bætt á vefinn þinn getur þú bætt inn kóða á vefinn þinn án þess að forritari komi þar aftur við sögu. Sem dæmi mætti nefna vefmælingartól líkt og t.d. Google Analytics, Facebook Pixel, netspjall, spjallmenni eða tengingu við kerfi sem mælir árangur af uppsetningunni. Fjölmörg tól frá þriðja aðila má því nýta sér og innleiða á vefinn og GTM býður upp á að uppsetningin sé aðeins skilyrt við tilteknar síður ef þess þarf.


2. Prófaðu þig áfram

Þegar kóða er bætt inn á vefinn gefur GTM vefstjóra tækifæri til að prófa einingar og viðbætur á fljótlegan hátt annað hvort í rauntíma eða þá á svokölluðu prufu umhverfi. Með því getur vefstjóri fikrað sig áfram og fundið út hvaða uppsetning hentar fyrir viðbótina fyrir vefinn. Hægt er að fara til baka og afturkalla breytingar sem settar voru inn með GTM með einföldum hætti ef þess þarf.


3. Styður við hraða birtingu

Google Tag Manager er sett upp þannig að hægt er að stýra því í hvaða röð hlutirnir hlaðast, sem þýðir að hver kóði fær sinn tíma til að keyra óháð öðrum.


4. Allt á einum stað

Mikið hagræði fylgir því að hafa allt á einum stað, frekar en „út um allt“ í kóða síðunnar sjálfrar. Google Tag Manager býður því þægilega miðstöð alls sem vefurinn nýtir sér.


Hvaða viðbætur eru algengar?

Það fer eftir hverjum vef hvað hentar, en hér eru nokkrar algengar viðbætur sem tengja má inn á vefinn með GTM:

  1. Bæta við vefmælingatólum líkt og Google Analytics eða Facebook/Meta Pixel.
  2. Fylgjast með niðurhali á PDF skrám.
  3. Rýna í skrun notenda, hvað er fólk að skoða á hverri síðu?
  4. Rýna í smelli á hverri síðu, með þessu er hægt að útbúa hitakort sem sýna myndrænt hvernig notendur nýta síðuna.
  5. Tengja inn spjallmenni eða netspjall.
  6. Tengja inn sprettiglugga, til dæmis fyrir póstlistaskráningu.
  7. Hægt að setja upp og fylgjast með leit inni á síðu, hverju notendur eru að leitast eftir.

Hvað þarf að gera til að byrja?


Fyrst þarf að stofna og setja upp GTM aðgang fyrir vefinn 
hér

  1. Account name er valfrjálst - nafnið á aðgangninum
  2. Country - Velja Ísland
  3. Container setup er slóð vefsins setja www fyrir framan.
  4. Target platform - þarna á að velja "Web" ef um er að ræða uppsetningu fyrir vefsíðu.



Eftir að aðgangur hefur verið stofnaður þá birtist kóði sem þarf að bæta inn í rót vefsins, sjá hér fyrir neðan.


Á öllum nýrri vefjum í Moya hefur samþættingarferlið verið einfaldað mikið og þarf aðeins að slá inn GTM auðkennið (gulmerkta) inn í stillingar í Moya til að virkja, nánar tiltekið undir Fleiri einingar -> Stillingar vefs -> Google.


Þessi reitur er inni á öllum nýrri Moya vefjum, ef þessi Google Tag Manager reitur er ekki sjáanlegur á vefnum hjá þér þá þarf smá aðkomu forritara til að koma þessari stillingu inn, sendu okkur endilega beiðni inn á hjalp@stefna.is og við kippum því í liðinn.

Eftir Ingunn Fjóla 9. desember 2024
Hvað getur greint á milli tæknilausna og hugmynda sem ná flugi og þeirra sem brotlenda? Til að nýsköpun heppnist vel verði að halda áherslunni kyrfilega á notandann og þarfir hans.
Eftir Pétur Rúnar Guðnason 22. október 2024
Verkefnið Korter , þróað af Vistorku, Orkusetri, Geimstofunni og Stefnu, er bæði app og vefsíða sem gefur notendum yfirsýn yfir það svæði sem þeir komast á gangandi eða á hjóli innan fimmtán mínútna.
Eftir Róbert Freyr Jónsson 3. júní 2024
Fjarvinna og ferðalög Ég hef dundað mér í að flýja Íslenska veðráttu og heimsækja önnur lönd, ekki endilega til að skoða sérstaklega allt sem er í boði allstaðar eða taka þetta ferðalag sem eitthvað frí, heldur hef ég stefnt á að geta haldið áfram að vinna og vera í hlýlegra umhverfi um helgar og eftir vinnu á daginn. Þá þarf að huga að ýmsu.
Share by: