Google Tag Manager er frí viðbót frá Google sem leyfir vefstjóra með viðeigandi réttindi að bæta við kóða sem tengist öðrum tólum Google eða frá þriðja aðila.
Við höfum lengi mælt með notkun Google Tag Manager, samþættingin við Moya eða önnur vefumsjónarkerfi er einföld og í kjölfarið tekur vefstjóri við stjórninni og getur unnið með uppsetninguna án aðkomu forritara.
Eftir að GTM hefur verið bætt á vefinn þinn getur þú bætt inn kóða á vefinn þinn án þess að forritari komi þar aftur við sögu. Sem dæmi mætti nefna vefmælingartól líkt og t.d. Google Analytics, Facebook Pixel, netspjall, spjallmenni eða tengingu við kerfi sem mælir árangur af uppsetningunni. Fjölmörg tól frá þriðja aðila má því nýta sér og innleiða á vefinn og GTM býður upp á að uppsetningin sé aðeins skilyrt við tilteknar síður ef þess þarf.
Þegar kóða er bætt inn á vefinn gefur GTM vefstjóra tækifæri til að prófa einingar og viðbætur á fljótlegan hátt annað hvort í rauntíma eða þá á svokölluðu prufu umhverfi. Með því getur vefstjóri fikrað sig áfram og fundið út hvaða uppsetning hentar fyrir viðbótina fyrir vefinn. Hægt er að fara til baka og afturkalla breytingar sem settar voru inn með GTM með einföldum hætti ef þess þarf.
Google Tag Manager er sett upp þannig að hægt er að stýra því í hvaða röð hlutirnir hlaðast, sem þýðir að hver kóði fær sinn tíma til að keyra óháð öðrum.
Mikið hagræði fylgir því að hafa allt á einum stað, frekar en „út um allt“ í kóða síðunnar sjálfrar. Google Tag Manager býður því þægilega miðstöð alls sem vefurinn nýtir sér.
Það fer eftir hverjum vef hvað hentar, en hér eru nokkrar algengar viðbætur sem tengja má inn á vefinn með GTM:
Fyrst þarf að stofna og setja upp GTM aðgang fyrir vefinn hér
Eftir að aðgangur hefur verið stofnaður þá birtist kóði sem þarf að bæta inn í rót vefsins, sjá hér fyrir neðan.
Á öllum nýrri vefjum í Moya hefur samþættingarferlið verið einfaldað mikið og þarf aðeins að slá inn GTM auðkennið (gulmerkta) inn í stillingar í Moya til að virkja, nánar tiltekið undir Fleiri einingar -> Stillingar vefs -> Google.
Þessi reitur er inni á öllum nýrri Moya vefjum, ef þessi Google Tag Manager reitur er ekki sjáanlegur á vefnum hjá þér þá þarf smá aðkomu forritara til að koma þessari stillingu inn, sendu okkur endilega beiðni inn á hjalp@stefna.is og við kippum því í liðinn.
Þjónustuborð Stefnu
Opið alla virka daga frá 9-16
Símaþjónusta í 464 8700 er opin til hádegis.
Stefna Akureyri
Glerárgata 34, 1. hæð
600 Akureyri
Stefna Kópavogur
Urðarhvarf 8B, 3. hæð
203 Kópavogur
Stefna Uppsala
Olafsgatan 11a
753 21 Uppsala, Sweden