Við erum nú að bjóða glænýtt kerfi sem býður upp á nýja möguleika. Þannig gerum við meira, hraðar og aukum hagkvæmni fyrir viðskiptavini.
Með hefðbundnum aðferðum er uppsetning vefs tímafrekt ferli. Það hefst með hönnun, þá forritun og loks efnisvinnslunni sjálfri þar sem allt smellur saman.
Með sveigjanlegu útliti má setja má upp ólíkar síður eftir umfjöllunarefninu. Hverri síðu er raðað saman með kubbum og þannig er vefurinn þróaður áfram.
Með nýjum valkosti fyrir nýja vefi er þetta allt orðið að einu og sama ferlinu; vefurinn verður til beint á nýju svæði.
Fjölmörg atriði sem hafa verið „læst“ á bakvið stílsnið vefjarins nú opin og aðgengileg fyrir ritstjóra að stilla.
Hver kubbur á sér því tvær hliðar: Content (efni) og Design (hönnun). Ritstjóri hefur því hönnunarlegt vald yfir hverjum kubbi.
Skjámyndirnar hér fyrir neðan gefa mynd af nokkrum möguleikum sem nú opnast ritstjórum.
Með hönnunarflekanum er hægt að stýra bæði efni og útliti.
Hægt er að tengja hlekki við ýmsar tegundir efnis, m.a. sprettiglugga.
Kerfið býður upp á öfluga möguleika á hreyfingum sem gæðir vefinn lífi.
Fleka og síður er hægt að fela og birta á ólíkum skjástærðum.
Hafðu samband við okkur til að fá kynningu á möguleikunum fyrir þig og þinn vef
Þjónustuborð Stefnu
Opið alla virka daga frá 9-16
Símaþjónusta í 464 8700 er opin til hádegis.
Stefna Akureyri
Glerárgata 34, 1. hæð
600 Akureyri
Stefna Kópavogur
Urðarhvarf 8B, 3. hæð
203 Kópavogur
Stefna Uppsala
Olafsgatan 11a
753 21 Uppsala, Sweden