Terra
„Samstarf okkar við Stefnu hefur verið afskaplega skemmtilegt. Við elskum hvað starfsfólk Stefnu er fljótt að bregðast við þegar á þarf að halda og viðmót þeirra alltaf jafn jákvætt. Sem viðskiptavinur upplifum við að starfsfólki Stefnu finnist gaman í vinnunni og engin verkefni séu óleysanleg hjá þeim.“
Erna Björk Häsler
Markaðsstjóri
Háskólinn á Akureyri
„Hjá Stefnu vitum við að vefurinn okkar er í öruggum höndum og þjónustustigið er hátt þegar bregðast þarf við. Vettvangur sá um hönnun vefsins og ákveðið var að leita til Stefnu við smíði og forritun. Tímaáætlanir stóðust, samstarfið hefur alltaf verið einstakleg gott og vefurinn hefur þróast áfram eftir þörfum. Einnig gæti notendaviðmót vefumsjónakerfisins ekki verið einfaldra og aðgengilegra.“
Kristjana Hákonardóttir
Verkefnastjóri, vefstjóri
Ferðamálastofa
„Ég hef langa reynslu af vinnu með ýmsum vefumsjónarkerfum og vefstofum. Þar skiptir mestu þekking og hæfni þess starfsfólks sem maður á viðskipti við. Ég gef starfsfólki Stefnu fyrstu einkunn fyrir afbragðs þjónustu og öguð vinnubrögð.“
Halldór Arinbjarnason
Upplýsingastjóri
Verdi Travel
„Okkar samstarf við Stefnu hefur verið gífurlega jákvæð frá fyrsta degi. Starfsmenn Stefnu eru mjög lausnamiðaðir, kynna efni og lausnir á verkefnum á mjög notendavænan og einfaldan hátt sem gefur mér svigrúm til að taka upplýstar ákvarðanir hverju sinni.
Í gegnum árin hef ég notast við mörg vefstjórnunarkerfi og get ég sagt að Moya-kerfið er mjög einfalt og þægilegt."
Kristinn Þór Björnsson
Markaðsstjóri
Land og skógur
Skógræktin, sem þá hét, hóf samstarf við Stefnu árið 2017, fyrst við að koma upp nýjum vef fyrir stofnunina og síðan við viðhald hans og lagfæringar. Auk þess setti Stefna upp ársskýrsluvef fyrir stofnunina og líka sérstakan vef fyrir Skógarkolefni. Allt hefur þetta gengið frábærlega og viðmót starfsfólks Stefnu alltaf gott og jákvætt. Það sem okkur finnst einkenna viðmótið hjá Stefnu er að vandamálin séu til að leysa þau. Aldrei hefur verið talað niður til okkar heldur eru samskiptin alltaf á jafningjagrunni. Engar spurningar eru aulaspurningar. Starfsfólkinu virðist líka líða vel í vinnunni og notalegt að heimsækja fyrirtækið. Moya-kerfið hefur reynst okkur mjög vel. Auðvelt er að læra á kerfið og lítið hefur þurft að forrita sérstaklega til að mæta þörfum okkar. Ef þess hefur þurft hefur það gengið vel og kostnaður sanngjarn. En alltaf má gott bæta. Nú hafa Skógræktin og Landgræðslan sameinast og starfsfólk Stefnu vinnur með okkur að því að koma vef nýrrar stofnunar, Lands og skógar, á Ísland.is. Þar er sama fagmennskan og metnaðurinn á ferðinni og við lítum bjartsýn fram á veginn."
Pétur Halldórsson
Kynningarstjóri
Hljóðfærahúsið
„Við í Hljóðfærahúsinu og Tónabúðinni leggjum mikið uppúr góðum filing því ef það er ekki góður fílingur þá er ekki gaman. Öll samskipti og verkefni sem við eigum með Stefnu er alltaf í góðum fíling sem skilar sér til okkar viðskiptavina"
Arnar Þór Gíslason
Framkvæmdastjóri
Þjónustuborð Stefnu
Opið alla virka daga frá 9-16
Símaþjónusta í 464 8700 er opin til hádegis.
Stefna Akureyri
Glerárgata 34, 1. hæð
600 Akureyri
Stefna Kópavogur
Urðarhvarf 8B, 3. hæð
203 Kópavogur
Stefna Uppsala
Olafsgatan 11a
753 21 Uppsala, Sweden