Ísland.is nýtur krafta Stefnu
26. október 2023
Björn Gíslason

Deila

Ísland.is nýtur krafta Stefnu
Ísland.is nýtur krafta Stefnu

Stefna var meðal þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í vinnu við uppsetningu á nýjum vef fyrir Ísland.is. Verkefnið hófst vorið 2020 og markmið þess er að gera þjónustu hins opinbera aðgengilega á einum stað, Ísland.is, óháð því hvaða stofnun veitir hana.


Meðal verkefna teymisins frá Stefnu voru efnismálin á vefnum. Teymið sá hvort tveggja um mótun efnisstefnu Ísland.is, efnishönnun í samhengi við hana og tæknileg atriði tengd birtingu í framenda og leitarvél vefsins.


Vefurinn fór í loftið haustið 2020 og í síðan þá hefur starfsfólk Stefnu aðstoðað stofnanir hins opinbera við að flytja yfir á Ísland.is.

Innleiðing stofnana

Í dag eru 20 stofnanir komnar alfarið inn á Ísland.is en voru áður með sér vef. Um 10 stofnanir eru í miðju innleiðingarferli og fleiri bíða þess að hefjast handa. Segja má að Stefna hafi komið að efnishönnun og ráðgjöf hjá öllum þessum stofnunum með góðum árangri.


Áfram er mikill kraftur í þessari vinnu og hefur Íslands-teymið okkar stækkað á undanförnum mánuðum og inniheldur forritara, hönnuði og efnishönnuði. Dagleg verkefni teymisins eru meðal annars viðtöl við almenning, vinnustofur með starfsfólki stofnana, efnishönnun, prófanir og rýnifundir.


Notandamiðuð aðferðafræði er grunnur að allri vinnu við vefinn og aðgengismál í forgangi, hvort sem það tengist efnishönnun, hönnunarkerfi Ísland.is eða forritun.


Sannarlega spennandi verkefni sem við erum stolt af. Ef þú vilt vita meira um efnishönnun og þá þekkingu og reynslu sem starfsfólk Stefnu hefur öðlast á síðastliðnum 3 árum í þessu verkefni þá er vert að skoða pistilinn Hvað er efnishönnun?

Eftir Ingunn Fjóla 9. desember 2024
Hvað getur greint á milli tæknilausna og hugmynda sem ná flugi og þeirra sem brotlenda? Til að nýsköpun heppnist vel verði að halda áherslunni kyrfilega á notandann og þarfir hans.
Eftir Pétur Rúnar Guðnason 22. október 2024
Verkefnið Korter , þróað af Vistorku, Orkusetri, Geimstofunni og Stefnu, er bæði app og vefsíða sem gefur notendum yfirsýn yfir það svæði sem þeir komast á gangandi eða á hjóli innan fimmtán mínútna.
Eftir Róbert Freyr Jónsson 3. júní 2024
Fjarvinna og ferðalög Ég hef dundað mér í að flýja Íslenska veðráttu og heimsækja önnur lönd, ekki endilega til að skoða sérstaklega allt sem er í boði allstaðar eða taka þetta ferðalag sem eitthvað frí, heldur hef ég stefnt á að geta haldið áfram að vinna og vera í hlýlegra umhverfi um helgar og eftir vinnu á daginn. Þá þarf að huga að ýmsu.
Share by: