Stefna hefur unnið að fjöldanum öllum af sérlausnum fyrir viðskiptavini sína. Til sérlausna teljast bæði sjálfstæðar einingar og sérhæfðar viðbætur við vefumsjónarkerfið. 

Vantar þig vef? Þú ert á réttum stað.

Vantar þig vef? Þú ert á réttum stað.

Yfir 1.000 vefir keyra á vefumsjónarkerfi okkar, en við höfum þróað það frá því skömmu eftir að fyrirtækið var stofnað af nokkrum frumkvöðlum á Akureyri síðla árs 2003. Kerfið hefur vaxið og fyrirtækið sömuleiðis.

Okkar nálgun á vefmálin er út frá þjónustu. Við rekum þjónustuborð og viljum tryggja stuðning við vefi stóra sem smáa með faglegum vinnubrögðum.

Nýr vefur verður til

Nýr vefur verður til

Notendur gera miklar kröfur um einfalt, þægilegt og gott aðgengi. Við höfum viðmótshönnuð innan okkar raða og getum þannig veitt sérhæfða ráðgjöf um hvernig vefurinn þinn getur náð markmiðum sem þú setur.

Við getum séð um verkefnið frá A-Ö, með ráðgjöf, greiningu og vefhönnun. Ef þú vilt vinna tiltekna þætti með þriðja aðila, þá höfum við líka góða reynslu af því og vöndum til verka.

Forritun

Forritun

Ekki aðeins forritum við okkar eigið vefumsjónarkerfi og einingar sem viðbætur við það, heldur höfum við þróað sértækar lausnir fyrir marga af viðskiptavinum okkar, m.a. fyrir Bændasamtökin og Matvælastofnun. Sömuleiðis höfum við fært okkur í app forritun og getum séð um greiningu, hönnun og alla forritun á öppum fyrir iOS, Android og Windows Phone.