Stefna hefur unnið að fjöldanum öllum af sérlausnum fyrir viðskiptavini sína. Til sérlausna teljast bæði sjálfstæðar einingar og sérhæfðar viðbætur við vefumsjónarkerfið. 

Stafræn þróun fyrirtækja

Stafræn þróun fyrirtækja

Við lifum á tímum þar sem tækninni fleytir áfram á ótrúlegum hraða, sjálfvirknivæðing ferla og kerfa er nauðsynleg til þess að halda fyrirtækjum samkeppnishæfum óháð því á hvaða mörkuðum þau eru að vinna.

Þetta hefur í einu orði verið kallað Stafræn Þróun og er ein af stærstu áskorunum sem fyrirtæki standa frammi fyrir í dag.

Við hjá Stefnu sérhæfum okkur í lausnum og ráðgjöf sem snýr að stafrænni vegferð fyrirtækja.

Nánar

Vantar þig vef? Þú ert á réttum stað.

Vantar þig vef? Þú ert á réttum stað.

Yfir 1.100 vefir keyra á vefumsjónarkerfi okkar, en við höfum þróað það frá því skömmu eftir að fyrirtækið var stofnað af nokkrum frumkvöðlum á Akureyri síðla árs 2003.

Okkar nálgun á vefmálin er út frá þjónustu. Við rekum þjónustuborð og viljum tryggja fagleg vinnubrögð.

Við aðstoðum þig við að skilgreina lykilverkefni notenda, markhópa sem vefurinn á að ná til og markmiða sem hann á að skila í sölu og þjónustu. Lykillinn að árangri er að mæla árangurinn.

Nánar

Gerum góðan vef enn betri

Gerum góðan vef enn betri

Notendur gera miklar kröfur um einfalt, þægilegt og gott aðgengi. Við höfum viðmótshönnuð innan okkar raða og getum þannig veitt sérhæfða ráðgjöf um hvernig vefurinn þinn getur náð markmiðum sem þú setur.

Við getum séð um verkefnið frá A-Ö, með ráðgjöf, greiningu og vefhönnun. Þegar vefurinn er kominn í loftið tökum við stöðuna með þér, ráðleggjum með leitarvélabestun og getum séð um notendaprófanir og sett upp mælaborð árangurs.

Nánar

Forritun

Forritun

Ekki aðeins forritum við okkar eigið vefumsjónarkerfi og einingar sem viðbætur við það, heldur höfum við þróað sértækar lausnir fyrir marga af viðskiptavinum okkar, m.a. fyrir Bændasamtökin og Matvælastofnun. Sömuleiðis höfum við sérhæft okkur í app forritun og getum séð um greiningu, hönnun og alla forritun á öppum fyrir iOS og Android.

Meðal vefkerfa sem við höfum sett upp eru pöntunarvefir fyrir veitingastaði, vefverslanir með tengingar við DK, Navision og Microsoft Dynamics AX, innrivefir og bókunarvefur tengdur GoDo, DK, Bókun.io eða önnur sambærileg kerfi.

Nánar

Vefverslanir

Kerfið okkar er þróað með notendur í huga. Öflugt kerfi á íslensku sem er einfalt í notkun og viðskiptavinir okkar mæla með.

Við styðjum þig í að koma þinni vefverslun í loftið. Nýttu þér áralanga reynslu okkar í uppsetningu heimasíðna og netverslana fyrir fyrirtæki og félagasamtök.

Nánar