Vefumsjónarkerfið okkar

Vefumsjónarkerfið okkar

Vefumsjónarkerfið okkar, Moya, hefur verið hannað með leitarvélabestun (SEO) í huga. Í samstarfi við nokkra af viðskiptavinum okkar sem hafa mjög sértækar og ítarlegar kröfur í þessum efnum höfum við á undanförnum árum stigið stór og markviss skref til að bæta upplýsingagjöf fyrir sjálfvirkan lestur leitarvéla (lýsigögn / meta data).

Hvernig nálgumst við leitarvélabestun

Hvernig nálgumst við leitarvélabestun

Við erum í einstakri aðstöðu til að aðstoða viðskiptavini okkar við að ná árangri í leitarvélabestun. Með okkar eigin vefumsjónarkerfi getum við lagað það að þörfum hvers og eins, gert notendum eins auðvelt og hægt er að stilla af rétt lýsigögn og búið þannig um tæknilega hlutann að hann uppfylli ströngustu skilyrði.

Við sjáum vitaskuld um að allir grunnþættir séu í lagi; fyrirsagnir (heading) notaðar til að lýsa vægi hver fyrirsagna og grunnurinn er allur aðlagaður eftir kúnstarinnar reglum. Meðal annars getur notandi keyrt út veftré í XML útgáfu og tengt sértæk lýsigögn við vefinn í heild, einstakar síður, fréttir og myndir.

Nokkur atriði sem við förum yfir

 • Fara yfir uppbyggingu á veftré, innihaldi, uppsetningu lýsigagna, endurteknu efni og uppfærslutíðni.
 • Skoðum síðuna með tilliti til tæknilegra atriða s.s. hýsingu, endurkast, villusíðum og JavaScript.
 • Förum yfir frammistöðu í einstökum atriðum og greinum áherslur til framtíðar, t.a.m. snjalltækjaviðmóti.
 • Komum með tillögur um markaðssetningu á vefnum og markaðsherferðum þar sem við á.
 • Köfum ofan í hvers konar stefnu í efnisskrifum (content strategy) má fylgja og vinnum í mótun vefstefnu.
 • Lykilorðauppbygging á vef og í Meta tags.
 • Tillögur að því hvernig vefur er hannaður með vissan markaðshóp í huga, hvernig má þjóna þeim markhóp sem best og hvernig má mæla árangurinn.
 • Setjum upp aðganga hjá Google til að virkja og setja upp þá þjónustu sem nýtist okkur við að greina og halda utanum þau tól sem notuð eru í leitarvélabestun, meðal annars Google Analytics, Google PageSpeed ogWebmaster tools.
 • Setjum upp markmið (goals) innan Google Analytics í samvinnu við viðskiptavini.
 • Vinnum með viðskiptavininum í að finna ábyrga aðila til að hlekkja í vefinn (link-back).
 • Sendum skýrslu yfir stöðu mála einu sinni í mánuði og förum yfir málin.