Merki Stefnu
Merki Stefnu var unnið af Studio Vest hönnunarstofunni í Noregi. Hugmyndin er að sýna flæði sem getur staðið fyrir mannleg samskipti, flæði ferla, gagna og strauma.
Í aðraganda endurmörkunar 2025 var farið á dýptina og skilgreind þrjú grunngildi sem einkenna Stefnu:
-
Hlýja
-
Gleði
-
Lausnamiðun
Þau endurspegla ekki aðeins það sem við erum, heldur einnig það sem við viljum vera í framtíðinni. Við viljum að samskiptin við okkar viðskiptavini og samstarfsaðila einkennist af hlýju og gleði, og að lausnamiðun sé alltaf í forgrunni.
