Fara í efni

Uppfærsla á vef

Nýtum það sem hefur virkað vel og bætum um betur.

Við græjum þetta

Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar í rýni á þörfum með uppfærslunni og að fullbúinni lausn og veitum ráðgjöf um bestu leiðir í efnisflutningi af eldri vef, jafnt kerfisbundinn flutning á fréttaefni og aðlögun eldra efnis inn í nýtt veftré. Svo styðjum við áfram við þig eftir að nýr vefur er kominn í loftið.

Gæði, hraði og nytsemi

  • Vefur sem miðlar skýrt því sem máli skiptir
  • Teymi Stefnu með reynslu af uppfærslu vefja
  • Traustur tæknigrunnur, sem getur vaxið með þér
  • Horfum á þarfir þinna viðskiptavina
  • Stílhrein hönnun, hraðvirkur vefur
  • Missum ekki sjónar á því að vefurinn þinn er fyrir fólk

Verkfærið þarf að henta verkefninu

Þegar kemur að nýjum vef tökum við samtalið, rýnum þarfir og veljum svo verkfæri sem hentar verkefninu. 

  • Craft CMS er frábær kostur fyrir umfangsmeiri verkefni og efnismikla vefi. Kerfið er sveigjanlegt og auðvelt að laga að flóknum vefsvæðum með sérvirkni og tengingum við ytri gagnasöfn.
  • Stefna Flex er fullkomið fyrir þá sem vilja meiri stjórn á framsetningu og útliti án þess að þurfa á okkar aðkomu að halda. Kerfið býður upp á mikla möguleika til að breyta útliti og hönnun á einfaldan og fljótlegan hátt.
Sjáðu verkin okkar

Nokkur verkefni sem eru okkur kær

Satt Restaurant

Vefur Satt Restaurant sýnir vel styrkleika Stefna Flex þar sem myndir og texti fá að njóta sín til fulls.
Stefna Flex vefur

VIRK starfsendurhæfingarsjóður

Áralangt samstarf okkar með VIRK nær til virk.is, velvirk.is, innrivefs VIRK og fleiri sérvefja í Stefna Flex.
UX & efnishönnun Moya vefur

Höldur

Með Höldi höfum við átt farsælt samstarf í hartnær tvo áratugi og stutt við þeirra markmið í þjónustu, sölu og sýnileika.
Sala á netinu

Tölum saman og finnum lausn

Sendu okkur skilaboð og við svörum um hæl, eða hringdu í síma 464 8700 og fáðu fund með ráðgjafa.

Senda skilaboð til