Fara í efni

Samþætting ytri kerfa

Tryggjum að hlutirnir virki.

Við græjum þetta

Í API tengingum þarf að tryggja að ólík kerfi tali saman án vandkvæða, af öryggi og skilvirkni. Það geta verið netverslanir og birgðakerfi, bókunarkerfi eða innri grunnar. Þannig má auka sjálfvirkni og minnka líkur á villum.

Með millilagi er hverju kerfi úthlutað afmarkað verkefni og hægt að skipta út einstökum kerfiseiningum með minni fyrirhöfn, þannig opnast dyr fyrir aukinni skilvirkni, hagræðingu og rekstraröryggi.

Samtengingar auka skilvirkni

  • Kerfi tala saman og deila upplýsingum
  • Aukin sjálfvirkni, minni handavinna
  • Sveigjanleiki með nýrri virkni án þess að endurbyggja heilu kerfin
  • Samræmdar upplýsingar á öllum stigum, með single source of truth
  • Dregur úr þörf á kostnaðarsamri sérsmíði
  • Hver kerfisþáttur hefur sérhæft hlutverk
  • Styður við nýsköpun og þróun á nýjum vörum

Veljum verkfæri sem hentar verkefninu

  • REST er létt, áhrifaríkt og hentar flestum verkefnum, sérstaklega þeim sem krefjast hraðra samskipta milli forrita.
  • GraphQL hentar sérstaklega fyrir farsímaforrit eða þegar unnið er með flókin og víðtæk gögn.
  • SOAP notar XML til að skilgreina gögn og er oft notað í stærri fyrirtækjakerfum þar sem strangar reglur um öryggi og áreiðanleika eru í fyrirrúmi. 
Sjáðu verkin okkar

Nokkur verkefni sem eru okkur kær

Í flestum stærri verkefnum erum við að vinna í samþættingu kerfa, ýmist með millilagi eða beintengingum.

Drift EA

Við undirbúning fyrir opnun leitaði Drift EA til okkar til að setja upp vef og aðstoða með tæknileg mál.
Sérlausnir

Orkuveitan

Orkuveitan er móðurfélag Veitna, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarans og Carbfix. Orkuveitan styður við vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu. OR er aflvaki sjálfbærrar framtíðar.
Sérlausnir

Hekla

Hekla hóf stafræna vegferð með okkur 2021 samhliða breytingum á innri kerfum. Þetta samstarf hefur styrkst til muna í aukinni stafvæðingu.
Sala á netinu AI & sjálfvirkni Moya vefur