Fara í efni

Verkefni

Við tæklum verkefnin með bros á vör.

Sögur og árangur

Mannlegi þátturinn er kjarninn í því sem við gerum

Hjá Stefnu finnur þú sérfræðinga í notendaupplifun, efnishönnun og nýtingu gervigreindar og öflugt teymi forritara sem sinnir sérlausnum ásamt hönnun og smíði stórra upplýsingakerfa.

Stafrænt Ísland

Við höfum unnið með meira en 40 stofnunum að því að bæta rafræna þjónustu þeirra og flutning efnis yfir á vef Ísland.is.
UX & efnishönnun

Ekill

VIð smíðuðum ökunámskerfið fyrir Ekil og erum enn að bæta við nýjungum með frábæru samstarfi við Ekilsteymið.
Sérlausnir Moya vefur

CAE Icelandair Flight Training

Umsjónarkerfi fyrir flughermana á Flugvöllum í Hafnarfirði er hannað og forritað af okkur, en óhætt er að segja að það hafi gjörbylt rekstri hermanna.
Sérlausnir
Glimrandi gott

Sýslumenn fengu nýjan vef

Það þarf ekki alltaf að skipta um vef til að fá betri vef. Með betra leiðakerfi, réttu flýtileiðunum, texta sem fólk skilur og smá andlitslyftingu er hægt að gera gamlan vef nýjan og betri.

Sami vefur Sýslumanna, bara betri

Það þarf ekki alltaf að skipta um vef til að fá betri vef. Með betra leiðakerfi, réttu flýtileiðunum, texta sem fólk skilur og smá andlitslyftingu er hægt að gera núverandi vef aftur nýjan og betri.
UX & efnishönnun

Verdi ferðaskrifstofa

Stefna forritaði og innleiddi framenda með tengingu við bókunarkerfi fyrir flug og gistingu og greiðslulausn fyrir ferðir.
Sérlausnir Sala á netinu

Rental Relay

Rental Relay hefur gjörbylt skilvirkni í umsýslu og innheimtu gjalda vegna bílaleigubíla.
Sérlausnir

Hekla

Hekla hóf stafræna vegferð með okkur 2021 samhliða breytingum á innri kerfum. Þetta samstarf hefur styrkst til muna í aukinni stafvæðingu.
Sala á netinu AI & sjálfvirkni Moya vefur

Höldur

Með Höldi höfum við átt farsælt samstarf í hartnær tvo áratugi og stutt við þeirra markmið í þjónustu, sölu og sýnileika.
Sala á netinu

Orkuveitan

Orkuveitan er móðurfélag Veitna, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarans og Carbfix. Orkuveitan styður við vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu. OR er aflvaki sjálfbærrar framtíðar.
Sérlausnir

Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins býður bændum og öðrum aðilum upp á fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu. Starfsmenn RML eru um það bil 52 talsins og búa yfir mikilli þekkingu á starfsumhverfi landbúnaðarins.
Sérlausnir

Ferðamálastofa

Við höfum átt langt samstarf við Ferðamálastofu og sett upp fjölda sérvefja til viðbótar við aðalvef þeirra síðustu árin.

Iceland Hotel Collection by Berjaya

Langt og farsælt samstarf okkar hófst undir merkjum Icelandair Hotels, en fyrir fyrirtæki í hótel- og veitingarekstri skiptir sýnileiki, áreiðanleiki og aðgengi öllu máli.
Moya vefur

Icepharma

2019 settum við upp Vörutorg Icepharma, en síðar varð aðalvefur Icepharma einn sá fyrsti í Stefna Flex hjá okkur.
Sala á netinu Stefna Flex vefur

H Verslun

Ásamt glæsilegum verslunum er H Verslun ein öflugasta og þægilegasta netverslun landsins. Samtengd við DK, Dropp og Póststoð.
Sala á netinu Moya vefur

Hljóðfærahúsið

Með beintengdri netverslun við Business Central sparast kostnaður við millistykki án þess að áreiðanleika eða þjónustu sé teflt í tvísýnu.
Sala á netinu

Brimborg

Farsælt langtímasamband okkar við Brimborg nær til fjölmargra vefja Brimborgar, jafnt aðalvefs sem sérvefja eins og Max1 og Vélalands.
Sala á netinu Moya vefur

Skopp

Vefur og bókunarvél fyrir hopp, skopp og stuðið hjá Skopp er smíðað af okkur.
Sala á netinu

Satt Restaurant

Vefur Satt Restaurant sýnir vel styrkleika Stefna Flex þar sem myndir og texti fá að njóta sín til fulls.
Stefna Flex vefur

Greifinn

Greifinn var einn af fyrstu viðskiptavinum Stefnu. Þar hefur pöntunarkerfi verið notkun frá árinu 2007 og hefur það verið í stöðugri þróun og app forritað sem talar við pöntunarkerfið.
App forritun Sala á netinu

Háskólinn á Akureyri

Við höfum séð um forritun og hönnun fyrir HA í fjölda mörg ár. Auk þess að sjá um vefinn höfum við forritað og séð um framþróun í gagnagrunninum Uglu.
Moya vefur

Terra

Samstarf okkar við Terra nær aftur fyrir frækna endurmörkun félagsins, vefurinn hefur þróast mikið í takt við áherslur Terra um framúrskarandi þjónustu.
Moya vefur

Umhverfisstofnun

Hlutverk umhverfisstofnunar er að þjónusta fólk og náttúru í þágu umhverfisverndar.
Sérlausnir
Gott samtal skilar góðum lausnum

Þegar nýsköpun er normið

Stórskemmtilegt verkefni sem fólst í nýjum vef, kerfi fyrir aðgangsstýringu og uppsetningu á rafrænum bar meðal annars.

Drift EA

Við undirbúning fyrir opnun leitaði Drift EA til okkar til að setja upp vef og aðstoða með tæknileg mál.
Sérlausnir

Saffran

Einn gómsætasti pöntunarvefur og app landsins hjá Saffran er úr okkar smiðju. Njótið!
App forritun Sala á netinu

Kópavogsbær

Kópavogur er eitt 42 sveitarfélaga sem treysta okkur fyrir vefnum sínum, en að auki eru fjölmargir leik- og grunnskólar og stofnanir sveitarfélaga að nýta allar veflausnir okkar.
App forritun Moya vefur

Háskóli Íslands

Við höfum unnið með Háskóla Íslands í sérverkefnum inni í Uglu og öðrum tengdum kerfum, jafnt í forritun sem hönnun.
Sérlausnir

SÁÁ

Í endurmörkun SÁÁ á dögunum leituðu samtökin til okkar, en SÁÁ er eitt af fjölmörgum slíkum félögum og samtökum sem nýta vefkerfi okkar.
Moya vefur

Kjörís

Vefur Kjöríss og netverslun sýnir vöruúrvalið og býður upp á pantanir á ístertum, namm!
Sala á netinu Moya vefur

VIRK starfsendurhæfingarsjóður

Áralangt samstarf okkar með VIRK nær til virk.is, velvirk.is, innrivefs VIRK og fleiri sérvefja í Stefna Flex.
UX & efnishönnun Moya vefur

Prófanir á aflaskráningarkerfi Fiskistofu

Aflaskráningarkerfi Fiskistofu, GAFL, var nýlega uppfært í notendavænna og nútímalegra viðmót. Í þróunarferlinu aðstoðaði starfsfólk Stefnu við prófanir með starfsfólki löndunarhafna til að sjá hvernig vönum GAFL notendum gekk að nota nýja viðmótið.
UX & efnishönnun

LifeTrack

App sem gerir þér kleift að fylgjast með næringu í réttum hlutföllum (macros) á einfaldan hátt, án þess að þurfa að vigta matinn.
App forritun

...ekki er öll sagan sögð!

Við höfum þróað fjölmargar lausnir fyrir hundruði viðskiptavina, svo margfalt fleiri en hér sjást. Heyrðu í okkur með þína hugmynd!