Fara í efni

Hvað gerum við?

Mannleg nálgun á tæknilegar lausnir.

Skref fyrir skref, göngum við saman

Engar óvæntar uppákomur – nema þær góðu.

  1. Samtal: Við hlustum og spyrjum spurninga. Með opnum og heiðarlegum samskiptum komumst við á sömu blaðsíðu.
  2. Greining: Við köfum ofan í hugmyndir og notendaþarfir. Hvað þarf að gera og hvernig? Núna er lausnin í sjónmáli.
  3. Áætlun: Við setjum okkur markmið og gerum áætlun um tíma og kostnað. Þetta er leiðarvísir fyrir framhaldið.
  4. Hönnun: Við leggjum fyrir tillögur sem skapa sameiginlegan skilning. Hér er svigrúm til að prófa ýmsar leiðir.
  5. Rýni: Við eigum í samtali um stöðu verkefnisins í lykiláföngum. Við breytum áherslum og áætlun eftir þörfum.
  6. Skil: Við tryggjum rétta virkni í lokin. Þar með hefst nýr áfangi til að gera enn betur og skipuleggja næstu ítrun.

Tölum saman

Okkur finnst fátt skemmtilegra en að tala um tækni. 

Senda skilaboð til

Finnum taktinn og réttu lausnina fyrir þig

Ég þarf teymi til að vinna með mér að nýju appi.
Ég þarf að ná betur til viðskiptavinanna og ná til fleiri.
Mig vantar vefverslun, núna!
Hjálp! Tölvukerfin eru of gömul!
Tökum spjallið og finnum hvað hentar.
Heyrðu í okkur