Fara í efni
Til baka í yfirlit

Er vefurinn þinn tilbúinn fyrir gervigreind?

Hefur þú tekið eftir að leitarvélahegðun þín hefur breyst?
Ingunn Fjóla skrifar um gervigreind

Með tilkomu ChatGPT, Google Gemini, Microsoft CoPilot og fleirri gervigreindamállíkana er leitarvélahegðun fólks að breytast. Hvernig efnið er hannað mun hafa áhrif á hvernig vefsvæðið þitt er sýnilegt í leitarniðurstöðum.


Hér eru aðalatriðin sem þarf að hafa í huga:

  • upplýsingar þurfa að vera skipulega settar fram
  • einbeittu þér að kjarnanum: hver er tilgangurinn með hverri síðu?
  • nota skýrt og einfalt mál

Hönnun fyrir gervigreind snýst um að miðla upplýsingum á skipulagðan og markvissann hátt. Þessi nálgun er jafn áhrifarík fyrir vélar og fyrir fólk.

Með tilkomu ChatGPT, Google Gemini, Microsoft CoPilot og fleirri mállíkana og spunagreinda er leitarvélahegðun fólks að breytast.

Fólk flettir sjaldnar í gegnum vefsíður, heldur spyr gervigreind eða reiðir sig á samantektir, eins og AI Overview á Google.

Gervigreind hefur áhrif á hvernig við öflum okkur upplýsinga og eigum stafræn samskipti. Fólk er minna að vafra og skoða, heldur spyrja og fá svör. Þessi breyting hefur mikil áhrif á það hvernig við hönnum og skipuleggjum upplýsingar á vef.

Þegar vefurinn er ekki lengur bara fyrir fólk - heldur líka gervigreind

Í hefðbundinni vefhönnun hugsum við um notendaupplifun (UX): Hvernig fáum við fólk til að smella á hnappa og finna upplýsingar. En þegar gervigreindin verður milliliður breytist leikurinn. Fólk þarf ekki lengur að skoða vefi.

Gervigreindin leitar að upplýsingunum og dregur út viðeigandi upplýsingar til að svara spurningum fólks. Ef efnið á vefnum er illa skipulagt, óljóst eða erfitt að finna, mun gervigreindin eiga erfitt með að nota það - og þar af leiðandi mun fólk heldur ekki finna það.

Hér verður efnishönnun mikilvæg

Hönnun efnis og upplýsinga snýst ekki um að skrifa langa texta eða fylla síður af leitarorðum. Hún snýst um að hanna upplýsingar svo þær séu nákvæmar, skýrar og auðlesanlegar - fyrir fólk og nú fyrir gervigreind líka!

Þú þarft að hugsa eins og viðskiptavinur þinn: hvaða upplýsingar þurfa að vera til staðar svo hægt sé að svara spurningum fólks? Upplýsingar á vef þurfa að byrja á notendaþörf, það er að segja, eitthvað sem notandi þarf að gera á vefnum. Síðan þarf að setja þær fram aðgengilega.

Hvernig á að hanna fyrir gervigreind - og fólk?

Hér eru aðalatriðin sem þarf að hafa í huga:

  • upplýsingar þurfa að vera skipulega settar fram
  • einbeittu þér að kjarnanum: hver er tilgangurinn með hverri síðu?
  • nota skýrt og einfalt mál

Hönnun fyrir gervigreind snýst um að miðla upplýsingum á skipulagðan og markvissann hátt. Þessi nálgun er jafn áhrifarík fyrir vélar og fyrir fólk.

Framtíðin er núna

Viðmóts- og útlitshönnun er enn mikilvæg, en þau fyrirtæki sem setja efnishönnun í forgang undirbúa sig betur fyrir framtíðina. Þau skilja að gæði efnisins er það sem mun aðgreina þau í heimi gervigreindar.

Hvernig efnið er hannað mun hafa áhrif á hvernig vefsvæði er sýnilegt í leitarniðurstöðum.

 

Er vefurinn þinn tilbúinn fyrir gervigreind?

Ef þú vilt aðstoð, hafðu þá samband.
Þú getur sent okkur línu á radgjof@stefna.is eða bjallað í síma 464 8700.