Ný ásýnd Stefnu og nýtt ráðgjafasvið
Undanfarna mánuði höfum við unnið að því hörðum höndum að endurskoða mörkun okkar í samstarfi við hina margverðlaunuðu hönnunarstofu Studio Vest, í Noregi.
Niðurstaða þeirrar vinnu er nýja merkið okkar og útlit. Í vinnunni var farið á dýptina og skilgreind þrjú grunngildi sem einkenna Stefnu:
- Hlýja
- Gleði
- Lausnamiðun
Þau endurspegla ekki aðeins það sem við erum, heldur einnig það sem við viljum vera í framtíðinni. Við viljum að samskiptin við okkar viðskiptavini og samstarfsaðila einkennist af hlýju og gleði, og að lausnamiðun sé alltaf í forgrunni.
Fólkið í fyrsta sæti
Við höfum sett okkur það markmið að veita viðskiptavinum okkar trausta og skýra leiðsögn í hinum stafræna heimi. Við leysum vandamál og veitum þekkingu með stafrænum lausnum. Við viljum að viðskiptavinir okkar upplifi að þeir geti treyst okkur fullkomlega, að þeir séu ekki einir með þau flóknu verkefni sem fylgja stafrænni vegferð, og samstarfið við þá sé þannig að það séu engar óvæntar uppákomur á leiðinni - nema þá góðar.
Við skiljum að tæknin er aðeins tæki, en það eru manneskjurnar okkar sem skipta öllu máli. Það eru starfsmenn Stefnu sem tryggja að við séum ávallt með nýjustu tækin í verkfærakistunni og velji þau sem henta hverju verkefni. Þau eru brúin milli viðskiptavina og notenda, og sjá til þess að vörur okkar og þjónusta skili raunverulegu virði.

Nýtt ráðgjafarsvið
En við erum ekki eingöngu til að svipta hulunni af nýrri mörkun Stefnu heldur einnig nýju ráðgjafarsviði Stefnu. Með ráðgjafarsviðinu erum að við að reyna að ná betur utan um starfsemi og þekkingu sem við höfum verið að sinna og koma henni betur á framfæri við viðskiptavini okkar.
Áherslupunktar ráðgjafasviðsins verða þrír:
- Gervigreind og sjálfvirkni, en þar höfum við verið að byggja upp markvissa þekkingu á undanförnum mánuðum og árum, og erum í stakk búin að hjálpa fyrirtækjum að nýta gervigreind til að auka skilvirkni og leysa hin ýmsu vandamál.
- Efnishönnun (content design), en Stefna hefur á undanförnum árum byggt upp sérhæfðasta teymi efnishönnuða hérlendis í gegnum vinnu sína fyrir Stafrænt Ísland og fleiri. Við viljum bjóða fleiri viðskiptavinum þessa þjónustu enda er hún mikilvæg, ekki síst nú á tímum gervigreindar.
- Ráðgjöf og greining, en þar undir falla hin fjölmörgu verkefni sem Stefna getur aðstoðað viðskiptavini sína við eins og t.d. greiningu verkefna, verkefnastjórnun, vinnustofur, stafrænar vegferðir og fleira.
Við erum spennt fyrir þessu nýja sviði og erum þess fullviss að viðskiptavinir Stefnu munu taka því opnum örmum.