Fara í efni

CAE Icelandair Flight Training

Umsjónarkerfi fyrir flughermana á Flugvöllum í Hafnarfirði er hannað og forritað af okkur, en óhætt er að segja að það hafi gjörbylt rekstri hermanna.
Sérlausnir

Umsjónarkerfi flugherma gjörbreytti nýtingarhlutfalli Icelandair

CAE Icelandair leitaði til Stefnu til að innleiða stafræna ferla og leysa margþættar áskoranir:

  • Margir ólíkir aðilar að bóka á sama tíma, víðs vegar um heiminn.

  • Nýting flugherma ábótavant vegna flókins utanumhalds.

  • Notast við bókunarkerfi sem ekki gat leyst sérhæfðar aðgerðir og viðmótskröfur.

  • Ólíkar þarfir viðskiptavina sem fljúga hingað til lands í þjálfun.

  • Forgangsbókanir í tiltekin tímaslott.

Stefna greindi vinnulagið, hvernig æfingartímar voru stofnaðir og bókunarbeiðnir inn í slott. Í kjölfar greiningar var lögð til nálgun á endurbætta ferla og smíðað sérhæft kerfi sem nú hefur verið í rekstri í rúmt ár.

Þórir Már Einarsson ráðgjafi og verkefnastjóri CAE Icelandair í verkefninu segir áreiðanleika vera lykilatriði fyrir félagið:

„Eins og kerfið er útfært tryggir það þann áreiðanleika bókana sem nauðsynlegur er í starfseminni með því að veita okkur og viðskiptavinum okkar aðgang að bókunum í gegnum sama vefviðmót. Ómögulegt væri að ná fram sambærilegum áreiðanleika með að viðhalda bókunum í einhvers konar gagnagrunni og samskiptum gegnum tölvupóst, því breytingar á bókunum geta orðið mjög ört.“

Ávinningur skilar sér

Óhætt að segja að bylting hafi orðið á nýtingu og allri umsjón með flughermunum:

  • Betri nýting á vinnustundum starfsfólks í utanumhaldi.

  • Engar tvíbókanir.

  • Bætt nýting í bókunum, auknar tekjur.

  • Sjálfvirkni í flæði gagna úr kerfinu yfir í PowerBI.

  • Minni pappír, fært yfir í stafrænar skýrslur þjálfunar (session logs).

  • Bætt yfirsýn í umsjón, skýrslur og gögn til reikningagerðar.

  • Viðmót kerfisins er mjög hraðvirkt og hefur verið lagað að mikilvægustu aðgerðum, sem spara tíma, tryggja bætta nýtingu og auka ánægju notenda kerfisins.

„Starfsmenn Stefnu hafa reynst mjög góðir í að taka við óskum okkar og varpa þeim yfir í tæknilausnir sem bara virka.“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri félagsins í innleiðingarferlinu og bætir við:

„Það var til fyrirmyndar hvernig staðið var að vinnu við þróun kerfisins hjá Stefnu. Við lögðum í upphafi fram nákvæmar skilgreiningar á kerfinu sem við höfðum unnið með Þóri Má Einarssyni, ráðgjafa. Stefna tók þær, lagði fram viðmótshönnun, fór yfir virknina með okkur, smíðaði svo kerfið og gangsetti í rekstrarumhverfi sem hefur reynst mjög stöðugt. Engin stórmál hafa komið í ljós og allir hnökrar hafa verið lagaðir hratt og örugglega.“

Guðmundur Örn bætir við: „Eftir að fyrsta útgáfa kerfisins var innleidd höfum við aukið við virkni kerfisins. Þá hefur komið í ljós að hönnun kerfisins ræður mjög vel þessar breytingar og auðvelt hefur reynst bæta við nýrri virkni.“

Hver er lexían?

Kerfið hefur þegar vakið athygli fyrir það hversu vel það leysir sérhæfða virkni sem flókið og seinlegt er að vinna í öðrum kerfum.

Ítarleg greining á þörfum og smíði sérhæfðrar lausnar fyrir einmitt þessa tegund bókunar skilar sér í mun sveigjanlegra kerfi þegar fram líða stundir. Með þessari nálgun er hægt að bregðast við og innleiða hverja þá virkni sem óskað er eftir.

Sumarið 2022 tók Ásgeir Bjarni Lárusson við starfi framkvæmdastjóra, við leyfum honum að eiga hér lokaorðin:

„Síðan ég tók við starfi framkvæmdastjóra CAE Icelandair Flight Training hefur samstarfið við Stefnu gengi mjög vel. Umbætur á kerfinu sem hafa verið þróaðar og innleiddar í vetur hjálpar okkur enn meira við að halda utan um flugherma bókanir og eftirvinnslu þeirra. Við sjáum fram á að geta haldið áfram góðu samstarfi með Stefnu til að finna tækifæri í enn meiri þróun á kerfinu á komandi ári.“