Fara í efni

Drift EA

Við undirbúning fyrir opnun leitaði Drift EA til okkar til að setja upp vef og aðstoða með tæknileg mál.
Sérlausnir

Gott samtal skilar góðum lausnum

Samstarfið við Drift EA, miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar á Norðurlandi, var ánægulegt og afurðirnar tala sínu máli. 

Það sem var gert: 

  • Vefur
  • Stafrænn bar
  • Innri vefur
  • Lausn fyrir fundarbókanir

 

Vefur

Mörkun og grunnhönnun á vef var unninn af Vest Studio, norskri hönnunarstofu en Stefna hélt áfram vefhönnun. Hönnunin sett upp í headless kerfi.

 

Ráðgjöf

Á vegferðinni með Drift skapaðist traust og fleiri verkefni komu inn á borð hjá okkur. Má nefna ráðgjöf við verkefni ótengd vef eins og aðstoð og högun á aðgengi að húsi með aðgangsstýringakerfi að húsi, uppsetningu á bar og fleira.

 

Skjölun

Það er mikið utanumhald í stóru verkefni eins og Drift var að ráðast í. Það þarf að skjala allt frá endurbótum á húsnæði upp í vinnu með frumkvöðlum. 

Stefna sá um að setja upp Notion fyrir Drift og stilla og sérsníða að þörfum félagsins. Notion heldur utan um verkefni, verkþætti, fundargerðir, almenna skjölun, markmið og mælikvarða. 

 

Innri vefur

Frumkvöðlar og aðrir sem vinna i húsinu vantaði innri vef til að miðla upplýsingum, bóka fundarherbergi, sækja um aðgang að húsi og frekari upplýsingar. 

Settur var upp sér innri vefur á einfaldan hátt með því að nota Notion.

Fundabókanir

Í húsnæði Drift á Strandgötu á Akureyri eru þrjú fundarherbergi ásamt stökum borðum. Því vantaði bókunerkerfi til að halda utan um bókanir. 

Stefna skoðaði lausnir og eftir mat var ákveðið að velja Cal.com en Drift getur notað Cal án endurgjalds.

Hægt er að bóka fundarherbergi frá innri vef. Nýlega var bætt við upplýsingaskjám hjá fundarherberjum þar sem sést hver á hvaða herbergi bókað. 

Lesið er með API-samskiptum úr Cal.com og birt á spjaldtölvu.

 

Kiosk

Messinn er samkomustaður skapandi og kraftmikils fólks, fyrirtækja og fræðanets í húsnæði Drift. Þar tengjast nýsköpun, tækni, rannsóknir og frumkvöðlar með stórar hugmyndir.

Í Messanum er  bar sem Stefna kom að því að setja upp. Sett var upp einfalt viðmót til að vinna með vörur. Sett var upp spjaldtölvu sem les upplýsingar um vörur hægt er að versla og tenging við posa.