Fara í efni

Ekill

VIð smíðuðum ökunámskerfið fyrir Ekil og erum enn að bæta við nýjungum með frábæru samstarfi við Ekilsteymið.
Sérlausnir
Moya vefur

Stefna leiddi heildarlausn sem endurhannaði fjarnámskerfi Ekils frá grunni

Ekill stóð frammi fyrir tækifæri að nútímavæða ferla og bæta þjónustu og á sama tíma að nýta stafræna vegferð Samgöngustofu til að auka stafvæðingu ferla.

Með Stefnu í liði var handvirkt ferli og eldra tölvukerfi uppfært með nýju kerfi með áherslu á notendavænt viðmót, rekstraröryggi, hraða og sveigjanleika í að bæta við námskeiðstegundum. Með þessu sparast mikil handavinna, skilvirkni er tryggð í samskiptum við Samgöngustofu og að auki hefur verkefnið verið miðað að notendahópunum tveimur; ökukennurum og nemendum.

„Góð samvinna við Stefnu og sérfræðiþekking Birkis okkar megin skipti sköpum í að leiða okkur í gegnum þetta stóra verkefni. Skilningur á hvernig viðskiptin okkar virka og heiðarlegt samtal um framkvæmdina var lykilatriði. Með Stefnu leystum við flókna hluti á einfaldan hátt sem færði okkur kerfi sem var nákvæmlega það sem við þurftum og styður við okkar ferla.“

  • Ráðgjöf og skipulag: Áhersla á að skilja vel þarfir Ekils og kröfur Samgöngustofu. Náið samstarf við Birki hjá Ekli þegar verkefnið var skilgreint í þaula.
  • Hönnun og notendaupplifun: Grafísk hönnun með áherslu á þarfir notenda, sérstaklega horft til þess að uppfylla væntingar ungra nemenda sem eru vanir stafrænu viðmóti.
  • Forritun og þróun: Uppbygging kerfisins gerir Ekli kleift að bæta við meiraprófinu, styðja við rafræn skilríki og fjarlægja handvirk skref í greiðslu- og skráningarferlum. Áhersla á sveigjanleika fyrir enn frekari þróun, til dæmis app sem getur sent áminningar.

Hvað lærðum við?

Verkefnið undirstrikar mikilvægi þess að vanda til undirbúnings, halda utan um verkefnið með skýrum hætti og tryggja regluleg samskipti um stöðuna hverju sinni.

  • Vandaður undirbúningur: Það er mikilvægt að fjárfesta í góðri verkefnalýsingu í aðdragandanum til að ná fullum skilningi á markmiðum og umfangi.
  • Upplýsingaflæði: Opið og heiðarlegt samtal milli verkefnastjóra og viðskiptavinar er lykillinn til að halda verkefninu á réttri braut.
  • Áfangaverkefni: Niðurbrot stórra verkefna niður í skýra áfanga tryggir gagnsæi og minnkar óvissu.