Prófanir á aflaskráningarkerfi Fiskistofu



Markmið
Fá endurgjöf frá notendum á nýtt viðmót og virkni. Starfsfólk Fiskistofu mun nýta endurgjöfina við áframhaldandi þróun kerfisins.
Framkvæmd
Verkefnamiðuð nytsemisprófun og viðtal við allt að 6 notendur frá mismunandi höfnum.
- Prófunin er undirbúin í samvinnu við starfsfólk Fiskistofu.
- Framkvæmd, greining og samantekt niðurstaða er í höndum sérfræðinga Stefnu.
Ferlið
1. Undirbúningur
Verkefnin ákveðin í samvinnu við starfsfólk Fiskistofu og stillt upp í Lookback, kerfinu sem notað var við prófunina.
Rennslið prófað og stillt til svo það sé eins hnökralaust og hægt er.
2. Forprófun
Fyrsta rennslið tekið með starfsmanni löndunarhafnar. Upptaka rýnd með tilliti til þess hvernig hægt er að gera prófunina betri og ítrun gerð.
Mikilvægt er að prófunin sjálf hafi sem minnst áhrif á niðurstöður.
3. Prófanir
Prófunin send út á alla aðilar sem buðust til að taka þátt. Þegar upptaka berst er sendur út stuttur spurningalisti til að fá frekari endurgjöf. Til dæmis:
- Hvað fannst þér betra í nýja viðmótinu?
Hvað fannst þér betra í gamla viðmótinu?
4. Samantekt og skil á gögnum
Í Lookback er hægt að merkja inn á upptökurnar þar sem áhugaverð atriði áttu sér stað. Til dæmis þegar notandi fer aðra leið að hlutunum heldur en þróunaraðili sá fyrir sér eða þegar notandi skilur ekki aðgerðina, viðmótið eða villuna sem hann fær á skjáinn. Allt sem þarf að greina betur er merkt svo þróunaraðili geti rýnt betur og brugðist við.


Afurð verkefnisins
Upptökur og stuttar klippur með helstu atriðum eru afhend þróunarhópi hjá Fiskistofu.
Forritarar Fiskistofu geta spilað stuttar klippur eða horft á alla upptökuna til að átta sig á því hvernig notendur vinna á kerfið.
Þetta eru ómetanlegar upplýsingar og innsýn inn í hugarheim notendanna sem nota kerfið í sinni daglegu vinnu.
Þetta er algjör snilld. Svo valuable fyrir okkur að fá að sjá user gera þetta first hand. Var búinn að gera þessa hluti 100x sjálfur og allt virkaði en svo gerir hann hlutina allt öðruvísi sem ruglaði upp states á vigtun og flutningstæki sem skemmir ferlið.
Bara til dæmis að hann fann ekki takka segir okkur að þeir þurfa að vera sýnilegri. Frádráttarskráningin er ekki nógu skýr því hann smellti alltaf á uppfæra í staðinn fyrir plúsinn til að skrá frádrátt. Alls konar svona hlutir sem hann gerir, eðlilega, sem við þurfum að höndla betur okkar megin.
Algjör snilld að fá myndband af þessu til að geta séð aftur og hann talaði mikið í gegnum þetta allt.
Siggi, forritari hjá Fiskistofu