Fara í efni

Nýr vefur fyrir Bolungarvík

Craft CMS

Stílhreinn og aðgengilegur vefur

Í sameiningu þróuðu Stefna og sveitarfélagið Bolungarvík aðgengilegan vef þar sem upplifun notandans er sett í fyrsta sæti. 

Hönnun vefsins gerir ráð fyrir notkun í bæði tölvu og á snjallsíma. 

Meðal þess sem var gert:

  • Stílhrein viðmótshönnun
  • Ný eining sem gerir birtingu fundargerða sjálfvirka
  • Opnunartímar efst í valstiku
  • Ný eining fyrir laus störf

Sparar handtökin

Við gerðum einingu inn í Craft vefumsjónarkerfið sem sækir með vefþjónustu nýjar fundargerðir frá þriðja aðila og birtir á vefnum. 

Þessi þriðji aðili getur verið skjala- og málakerfi eins og OneSystems og það er auðvelt að sníða að því kerfi sem er í notkun hverju sinni. 

Þau sem hafa starfað á bæjarskrifstofum að vinna við utanumhald og birtingu fundargerða getur verið umtalsverð. Þessi nýja lausn mun því spara ótal handtök og vinnustundir þegar fram í sækir. 

Aðgengilegir opnunartímar

Ein algengasta aðgerð fólks á vefsíðum er að sjá afgreiðslutíma. Á vef Bolungarvíkur er hægt að sjá opnunartíma mest sóttu þjónustunnar í sveitarfélaginu efst í valstikunni. 

Laus störf 

Eining sem var smíðuð þar sem starfsmöguleikar eru settir fram á skýran hátt og með flokkun.