Stafrænt Ísland
Ísland.is er vettvangur fyrir stafræna vegferð opinberra aðila. Þar geta stofnanir hýst upplýsingar sínar um réttindi og þjónustu ásamt því að nýta sér rafræna innviði Stafræns Íslands.
Markmiðið með Stafrænu Íslandi er fyrst og fremst að auka sjálfsafgreiðslu borgaranna, þróa örugga, opinbera þjónustu á netinu, gera hana aðgengilegri og spara pening.

Efnisstefna Ísland.is
Sérfræðingar Stefnu þróuðu efnisstefnu Ísland.is. Hún byggir á rannsóknum, leiðbeiningum frá íslenskum fagfélögum og alþjóðlegum fyrirmyndum.
Hún liggur til grundvallar allri innsetningu á efni á Ísland.is og má segja að efnisstefnan sé ákveðinn gæðastaðall fyrir aðgengilegt efni á vef. Þar er kveðið á um skilgreiningu á notendaþörfum, skrif á texta, myndanotkun og margt fleira.
Efnisstefnuna á ekki bara að hafa til hliðsjónar við innleiðingu stofnana á vefinn, heldur í áframhaldandi vinnu stofnana við sitt efni.
Við hvetjum öll sem vinna við vefi að kynna sér stefnuna og nota í sínum störfum.
Áherslur á Ísland.is
- Notendamiðuð hönnun
- Aðgengismál í fyrirrúmi
- Upplýsingagjöf sem byggir á þörfum notenda
- Gott leiðakerfi og leit
- Góð hönnun efnis byggð á efnisstefnu Ísland.is og handbók um framsetningu efnis


Persónur
Starfsfólk Stefnu sá um að gera persónur sem liggja til grundvallar vinnu við Ísland.is vefinn. Persónurnar eru byggðar á viðtölum við fólk sem notar þjónustu hins opinbera; yngra fólk, eldra fólk, atvinnurekendur, innflytjendur og fleiri hópa.
Persónurnar eru mikilvæg áminning fyrir alla sem koma að efnisinnsetningu, vefstjórn eða forritun við Ísland.is vefinn.

Notendamiðuð efnishönnun
Efnið á vef Íslands.is á að vera vel hannað. Hvað þýðir það? Jú, það svarar þörfum notenda, er hnitmiðað, vel sett upp og á mannamáli. Texti og uppsetning þarf að lýsa fjölbreyttri, og oft flókinni þjónustu, á aðgengilegan máta.
Til þess að ná því markmiðið notar starfsfólk Stefnu sér verkfæri notendamiðaðrar efnishönnunar, eða UX (User Experience). Þau eru meðal annars:
- vinnustofur,
- þarfagreiningar,
- markhópagreiningar,
- persónur,
- skilgreiningar á ferli viðskiptavina,
- viðtöl,
- prófanir.






Aðstoð við flutning yfir 40 vefsvæða
Við höfum aðstoðað tugi stofnana að flytja yfir á Ísland.is og leiðbeint þeim um notendamiðaða efnishönnun.








