Fara í efni

Sami vefur Sýslumanna, bara betri

Það þarf ekki alltaf að skipta um vef til að fá betri vef. Með betra leiðakerfi, réttu flýtileiðunum, texta sem fólk skilur og smá andlitslyftingu er hægt að gera núverandi vef aftur nýjan og betri.
UX & efnishönnun

Allar fyrirspurnir og erindi höfðu verið skráð um  nokkurt skeið og því mikilvæg gögn til staðar. Heimsóknatölfræði var einnig skoðuð á plausible.io/island.is.  

Flestar fyrirspurnir voru varðandi skírteini og vottorð, svo sá málaflokkur var skoðaður í samvinnu við starfsfólk Sýslumanna. 

Við rýndum í mögulegar ástæður fyrir algengustu fyrirspurnunum og hversu mörgum þeirra var í raun svarað á vefnum. Skoðaðar voru ástæður fyrir óþarfa erindum, sumsé þegar fólk hafði samband í stað þess að finna sjálft upplýsingar sem voru til staðar.  

Við breyttum flokkun efnisins, lagfærðum leiðakerfið og bættum við flýtileiðum á forsíðu. Við gerðum einnig síðutitla aðgerðamiðaðri og meira lýsandi, leiðbeiningatexta skýrari með breyttri forgangsröðun, styttri málsgreinum, fleiri millifyrirsögnum og orðanotkun sem endurspeglar orðaforða notenda. 

Það sem var gert:

  • Greining á erindum í afgreiðslu.
  • Greining á heimsóknatölfræði.
  • Textaefni og leiðakerfi breytt til móts við gögnin.
  • Prófun á nýrri flokkun leiðakerfis.
  • Ný ásýnd Sýslumanna sett fram með nýju myndefni og nýjum flekum á forsíðu.

Tree test - leiðakerfisprófun

Við gerðum að lokum svokallaða Tree-test prófun á nýju leiðakerfi. Fjórtán algengar notendaþarfir voru prófaðar með tóli sem kallast UXtweak, til að sjá hvernig notendum gekk að finna efnið í nýja leiðakerfinu. Niðurstöður rýndar.

Að lokum var ásýnd Sýslumanna sett fram með nýrri hausmynd og nýjum skrautmyndum á forsíðu.