LifeTrack heilsuapp

Góð gögn, góðar ákvarðanir
Stefna og LifeTrack tóku höndum saman og þróuðu íslenskt app fyrir heilsurækt.
Í LifeTrack er meðal annars hægt að reikna út orkuþörf líkamans og fylgjast með orkueyðslu og orkuneyslu.
Í appinu eru líka æfingar, hugleiðsla, kvöldsögur og fleira sem stuðlar að heilsusamlegum lífsstíl.
Það sem var gert:
- Viðamikill gagnagrunnur fyrir matvæli
- Reiknivél fyrir orkuþörf
- Strikamerkjaskanni
- Samsetning á heilum máltíðum og dögum
- Upplýsingavefur


Engar flækjur
Einfaldleiki var númer eitt, tvö og þrjú auk áreiðanleika.
Meðal annars var leitað til næringarfræðinga og íþróttafræðinga í þróunarferlinu.
Notendaviðmótið í LifeTrack, ásamt öflugum gagnagrunni og reiknivél fyrir orkuþörf, miðar að því að einfalda lífið en ekki flækja það.


Ánægðir notendur
Notendur appsins telja í dag nokkur þúsund, þar á meðal eru íþróttafélög og afreksíþróttafólk. Þá er ÍAK einkaþjálfaranám Keilis samstarfsaðili LifeTrack.
Veitingastöðum í samstarfi við Life Track er að fjölga og um daginn varð Stefna fyrsti LifeTrack vottaði vinnustaður landsins.
20.000 tegundir matvæla
eru komnar í gagnagrunn LifeTrack.
3 íþróttafélög í efstu deildum
nota LifeTrack til að bæta árangur liða sinna.
300 máltíðir
eru komnar í gagnagrunn LifeTrack.
Útkoman
Ingi Torfi og Linda, eigendur LifeTrack, eru ánægð með útkomuna enda hafa viðtökur notenda verið mjög jákvæðar.

„Það vita flestir hvað er gott fyrir heilsuna og hvað ekki. En það virðist ekki hafa verið nóg og þannig hefur LifeTrack virkað sem millistykki á milli þess sem þú veist og þess sem þú gerir í daglega lífinu.
Saman höfum við náð að gera einfalt app sem hjálpar fólki á margvíslegan hátt."
- Ingi Torfi Sverrisson, eigandi ITS Macros og LifeTrack