3. Leiðbeiningar fyrir síðuefni

Í Moya kerfinu er búið til efni fyrir síðu, svokallað síðuefni.

Það verður ekki ekki sýnilegt á vefnum fyrr en það hefur verið tengt inn í veftréð.

Sjá leiðbeiningamyndband fyrir síðuefni

Í þessu myndbandi er kynning á því hvernig unnið er með síðuefni í Moya.

 

Síðuefni er í veftré eða sem kubbur

Síðuefni er í veftré eða sem kubbur

Fyrsta skrefið er að búa til síðuefni og svo er því valinn staður í leiðakerfinu.

EÐA

Ef vefurinn þinn er með kubbum getur þú líka valið að setja síðuefni inn sem kubb á eina eða fleiri síður í veftrénu.

Breyta efni

Breyta efni

Til að breyta því sem er þegar á vefnum er einfaldlega farið inna á síðuna og smellt á „Breyta efni“. Ef breyta á síðuefni sem hvergi er sýnilegt á vefnum er farið inn í yfirlit síðuefnis með því að velja það í stikunni, en þar birtist allt síðuefni, óháð því hvort það er tengt inn í veftré, í kubbum eða hvergi sýnilegt.

Yfirlit síðuefnis

Yfirlit síðuefnis

Ef breyta á síðuefni sem hvergi er sýnilegt á vefnum er farið inn í yfirlit síðuefnis með því að velja það í stikunni, en þar birtist allt síðuefni, óháð því hvort það er tengt inn í veftré, í kubbum eða hvergi sýnilegt.

Þar er hægt að raða eftir titli, höfundi eða hvenær efnið var síðast uppfært. Þannig er t.d. hægt að finna það efni sem ekki hefur verið uppfært lengi og yfirfara texta sem er hugsanlega úreltur. Síður sem ekki eru í veftrénu eru með „moya/page“ í slóðarheitinu.

Nýtt efni búið til

Nýtt efni búið til

Ef bæta á við nýrri síðu í veftréð er það gert með því að búa fyrst til síðuefni og velja þar „Vista og setja í veftré“ eða velja það beint úr stjórnstikunni.

Titill síðuefnis er fyrirsögnin sem birtist efst mun birtast efst í heading 1. Mikilvægt er að titillinn sé lýsandi, því þessi titill hefur mikið vægi gagnvart leitarvélum og er lesanda síðunnar auðvitað mikilvægur líka, fyrirsögnin lýsir því um hvað er fjallað í texta meginmálsins.

Hægt er að rita inn texta eða líma inn úr textaritli.

Innskráning sem rennur út

Innskráning sem rennur út

Rétt að hafa í huga að ef hér er ritaður inn langur texti að innskráningin er aðeins virk í tiltekinn tíma og því getur reynst nauðsynlegt að skrá sig inn að nýju áður en vistað er.

Það má gera með því að opna nýjan flipa í vafranum og velja innskráninguna þar, þá verður innskráningin aftur virk í öllum flipunum.

Textaritillinn

Textaritillinn

Hægt er að fá upplýsingar um virkni einstakra hnappa í textaritlinum með því að færa músina yfir og er það ritað á íslensku á íslenska hlutanum á vefnum þínum.

Myndum er bætt inn með því að smella á myndaíkonið og þá er hægt að velja myndina úr skráarkerfinu eða hlaða henni inn og velja svo.

Hliðrun myndar og alt-texti

Hliðrun myndar og alt-texti

Við mælum sterklega með að valið sé align-right eða align-left ef hliðra á myndinni. Einnig þarf að huga að því í hvaða stærð myndin er, því ef hún er of stór má minnka hana í skráarkerfinu svo hún passi betur á síðuna. Við mælum ekki með að stærð myndarinnar sé breytt með því að breyta breidd/hæð gildunum hér, heldur ætti að velja “Endurvinna myndastærð” í skráarsafninu.

Til að tryggja gott aðgengi er rituð stutt lýsing á myndinni sem birtist t.a.m. í skjálesurum og þeim sem hafa slökkt á birtingu mynda, myndatitill er meira eins og myndatexti og ekki eins mikilvægur.

Stærri mynd í sprettiglugga

Stærri mynd í sprettiglugga

Til að láta stærri mynd (eða aðra mynd) birtast í sprettiglugga (popup/modal) þegar smellt er á myndina er þessum skrefum fylgt:

  1. Settur hlekkur á myndina og myndin sem á að birtast valin.
  2. Klasi stilltur á "fancybox" í listanum neðst þar sem hlekk er bætt inn.

Af þessum sökum er hentugt að eiga stærri útgáfu af myndum sem notandinn á að geta skoðað nánar.

Stillingar á síðuefni

Stillingar á síðuefni

Stillingar geta verið misjafnar eftir uppsetningu, hér er til dæmis hægt að fela hægridálk, sem inniheldur leiðakerfið. Með því móti er hægt að koma stærri myndum fyrir á síðunni, töflum eða þvíumlíku.

Kenninafn síðunnar hér skiptir ekki miklu máli, slóðin inn á síðuna er stillt í veftrénu og það er því kenninafnið á síðu í veftré sem ræður slóðinni (eða url-inu).

Síðuefni bætt í veftré

Síðuefni bætt í veftré

Í sumum tilvikum er síðuefni sett inn sem kubbur á aðrar síður í veftrénu, ef það á við er efnið vistað hér og svo valið innan úr þeirri síðu sem kubbur.

Algengast er að efnið eigi núna að tengjast inn í veftréð og þá má einfaldlega smella á hnappinn „Vista og setja í veftré“ og þannig gera þetta efni sýnilegt notendum. Þegar búið er að velja því stað í veftrénu og vista verður efnið sýnilegt notendum.