Akranes.is

Vefur Akraneskaupstaðar var opnaður nýlega eftir viðamikla og góða undirbúningsvinnu að hálfu stýrihóps verkefnisins. Á sama tíma var opnuð íbúagátt til að bæta rafræna þjónustu við íbúa Akraness þar sem þeir geta nú sótt um húsaleigubætur, leikskólapláss, byggingarlóð og heimaþjónustu.

„Persónuleg og góð þjónusta, snöggir í svörum, jákvæðir, lausnamiðaðir, stanslaus þróun og eftirfylgni. Þetta eru orð sem lýsa samskiptum Akraneskaupstaðar og Stefnu. Þeir fá okkar topp meðmæli og hlökkum til frekari samstarfs.“

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir
Verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað

Rangárþing eystra

Vefur Rangárþings eystra miðlar upplýsingum um starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins gagnvart íbúum, fyrirtækjum á svæðinu og innlendum sem erlendum gestum. Áhersla í hönnun er að endurspegla gildi sveitarfélagsins og styrkja ásýnd þess, efla stolt íbúa af því og efla þjónustu.

„Árið 2018 fórum við af stað í að endurnýja heimasíðuna okkar. Við ákváðum að ganga til samninga við Stefnu og erum við einstaklega ánægð með þá ákvörðun. Strax frá byrjun hefur starfsfólk Stefnu lagt sig fram við að koma til móts við okkar hugmyndir sem og komið með góðar lausnir varðandi útlit og úrvinnslu.

Vefumsjónarkerfið Moya er þægilegt í notkun og auðvelt að læra á það. Öll þjónusta er til fyrirmyndar og spurningum er svarað fljótt og fagmannlega hvort sem það er í gegnum þjónustuborðið eða tölvupóst.“

Árný Lára Karvelsdóttir
Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra

Hafrannsóknastofnun

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. 

„Við hjá Hafrannsóknastofnun leituðum til nokkra vefstofa þegar kom að því að gera nýjan vef fyrir stofnunina. Að vel athuguðu máli varð Stefna fyrir valinu. Þar vóg þungt að okkur leist vel á verkefnin sem þau höfðu unnið áður, mjög góð meðmæli frá öðrum viðskiptavinum, jákvæð samskipti við fulltrúa Stefnu og samkeppnishæft verð.

Öll samskipti við starfsmenn Stefnu í hönnunar- og vinnsluferlinu voru jákvæð og uppbyggileg og þau komu með góð ráð og hugmyndir, voru lausnamiðuð og settu sig vel inn í okkar þarfir. 

Moya vefumsjónarkerfið er einfalt og þægilegt í notkun, og reyndist starfsmönnum okkar auðvelt að læra á það. Kennslumyndböndin á vef Stefnu og gott aðgengi að þjónustuborði eru bónus.

Útkoman er stílhreinn og aðgengilegur vefur sem við erum stolt af. Framundan er áframhaldandi þróun vefsins, sem við hlökkum til að ráðast í með Stefnu.“

María Ásdís Stefánsdóttir
Sviðsstjóri upplýsinga og menntunar

Dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð fékk nýjan vef og var um umfangsmikið verkefni að ræða þar sem þarfir voru greindar, viðmótshönnun út frá þeirri greiningu og loks grafísk hönnun á vefnum. Við erum afar ánægð með afraksturinn og samstarfið við Dalvíkurbyggð. Samhliða vef sveitarfélagsins voru einnig settir upp vefir skólana í sveitarfélaginu.

Fyrir okkur sem sveitarfélag skiptir máli að vefurinn sé bæði aðlaðandi en um leið upplýsandi og uppfylli þarfir ólíkra notenda. Starfsmenn Stefnu voru tilbúnir að vinna með okkur að þeim hugmyndum sem við höfðum um virkni og útlit vefsins og gef ég þeim topp einkunn fyrir hugmyndauðgi, lausnarmiðaða þjónustu og fagmennsku.

Margrét Víkingsdóttir
Upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar

Reykjanesbær

Í Reykjanesbæ búa nú um 15 þúsund íbúar á landsvæði sem nær frá norðurmörkum Keflavíkur og út á Reykjanestá. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna 11. júní 1994.

„Þegar kom að því að endurnýja vef Reykjanesbæjar var grundvallaratriði að vefurinn væri skilvirkur og einfaldur í notkun. Starfsfólk Stefnu kom strax með góðar lausnir og úrvinnslu á hugmyndum sem höfðu verið unnar í undirbúningsferlinu. Allar lagfæringar sem hefur þurft að gera hafa gengið fljótt fyrir sig og starfsmenn á þjónustuborði er einstaklega lipurt og fagmannlegt í allri þjónustu og með skjóta svörun.“

Svanhildur Eiríksdóttir
Verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála

Seyðisfjarðar­kaupstaður

Seyðisfjarðarbær liggur innst í hinum fallega Seyðisfirði og þaðan eru skemmtilegar gönguleiðir til nærliggjandi fjarða. Á Seyðisfirði geturðu átt á hættu að elska, skemmta þér látlaust, finna þig, verða fyrir hughrifum, dansa eða liggja látlaust og sleikja sólina.

„Seyðisfjarðarkaupstaður samdi við Stefnu um hönnun nýrrar vefsíðu fyrir kaupstaðinn haust 2015. Vefumsjónarkerfið Moya er bæði auðvelt og þægilegt í notkun, en einnig er lipurt að byggja upp nýjan vef þar frá grunni.

Starfsfólk Stefnu fær einnig afar góða einkunn, hvað varðar framkomu, þægindi, lipurð, fagmennsku og að vera ávallt tilbúið að finna bestu mögulegu lausn hverju sinni. Það er einnig gott að finna að fyrirtækið hefur metnað fyrir því að hlutirnir líti vel út og að öll verkefni hafi sín sérkenni.“

Eva Jónudóttir
vefsíðustjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar

Fjallabyggð

Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar árið 2006. Í Fjallabyggð búa um 2000 manns. Héðinsfjarðargöng tengja saman þessi tvö byggðarlög, en þau voru vígð 2. október 2010.

„Við völdum Moya vefumsjónarkerfið meðal annars vegna notendavæns viðmóts og mikilla möguleika á viðbótum. Kerfið hefur staðið undir öllum okkar væntingum og þjónustan hefur farið fram úr björtustu vonum. Starfsmenn Stefnu hafa unnið hratt og vel að breytingum og þróun á virkni sem við höfum beðið um. Við höfum verið ánægð og sátt við val okkar á kerfi og samvinnuna við Stefnu frá upphafi.“

Jón Hrói Finnsson,
þróunarstjóri

Norðurþing

Norðurþing varð til 2006 við sameiningu Húsavíkurbæjar, Öxarfjarðarhrepps, Raufarhafnarhrepps og Kelduneshrepps.

„Sveitarfélagið Norðurþing hefur byggt upp alla sína vefi í vefumsjónarkerfinu Moya síðan sveitarfélagið varð til árið 2006. Ég gef Moya kerfinu toppeinkunn fyrir einfalt og þægilegt notendaviðmót og hversu fljótlegt er að byggja upp vefi í kerfinu og viðhalda þeim. Starfsmenn Stefnu ehf. fá jafnframt hæstu einkunn fyrir skjóta og góða þjónustu og einstaka lipurð við að finna bestu lausnina hverju sinni.“

Daníel Borgþórsson
vefstjóri Norðurþings

Akureyrarbær

Akureyrarbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag Íslands og það fjölmennasta utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir utan hið eiginlega bæjarland Akureyrar í botni Eyjafjarðar eru eyjarnar Grímsey og Hrísey einnig innan vébanda sveitarfélagsins.

„Það hefur margt breyst hjá okkur til batnaðar eftir að við hófum að nota Moya vefumsjónarkerfið frá Stefnu. Heimasíðurnar okkar voru allar teknar til endurskoðunar þegar við skiptum yfir í Moya og í kjölfarið hlutum við viðurkenningu fyrir að vera með besta sveitarfélagavefinn árið 2011.

Sú þjónusta sem Stefna veitir okkur er öll til fyrirmyndar, hlutirnir gerast yfirleitt hratt og örugglega, kostnaður við umsjón og utanumhald hefur lækkað og síðast en ekki síst þá er fólkið sem sér um að setja efni inn að vefina miklu meira sjálfbjarga – þetta kerfi er mun notendavænna en það sem við reiddum okkur á áður. Ég held mér sé því óhætt að gefa Moya mín bestu meðmæli.“

Ragnar Hólm Ragnarsson, 
vefstjóri Akureyrarbæjar

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband