Skráning á námskeið í Moya

Hvert námskeið er um 90 mínútur með 15 mín kaffihléi á milli fyrri og seinni hluta. Á síðasta hálftímanum gefst tími til að taka við spurningum og fara í þau atriði sem hópurinn vill helst leggja áherslu á.

Námskeiðið miðast við almenna efnisvinnslu í Moya, ekki er farið í sértækar aðgerðir/virkni á hverjum vef, ekki er farið í virkni netverslunar í þessum námskeiðum.

Skráning hér er ekki skuldbindandi, haft er samband við hvern og einn þegar dagsetning námskeiðsins er fest.

Tímagjald er 14.900 kr. án VSK fyrir 1-2 þátttakendur frá viðeigandi vef. Fyrir 90 mín er verðið því 22.350 kr. án VSK.

Í langflestum tilvikum er um fjarfund að ræða, en einnig er hægt að mæta í starfsstöð Stefnu á Akureyri eða í Kópavogi (eftir samkomulagi).

Ritaðu inn lénið
Er einhver tími sem hentar betur, til dæmis tími dags eða dagar vikunnar?