Sjálfsafgreiðslulausn sem sparar tíma og fyrirhöfn og tryggir snertilaus viðskipti á staðnum.

Snertilaus afgreiðslulausn á staðnum

Snertilaus afgreiðslulausn á staðnum

Snertilaus afgreiðsla eykur þægindi og sparar tíma í þjónustu.

Nútíma samfélag kallar sífellt á aukna sjálfvirkni og sífellt fleiri kalla eftir því að geta klárað pantanir á sínum hraða.

Með snertilausri afgreiðslu geta viðskiptavinir gengið frá pöntun og greiðslu beint á borðið úr símanum sínum. 

  • Hraðari afgreiðsla
  • Fleiri sölutækifæri
  • Betri þjónustuupplifun
  • Hagræðing, aukin afköst í afgreiðslu

Þú stýrir því hvað er í boði

Þú stýrir því hvað er í boði

Stýra má hvað er í boði eftir tíma dags og hvaða stað viðskiptavinurinn er staddur á, allt eftir því hvað á við og hvað hentar þinni starfsemi.

Ekki eru takmarkanir á því hvað er hægt að panta, viðskiptavinurinn getur sett upp pöntunina sína, vistað greiðsluleiðina og pantað aftur á borðið. Pantanir geta skilað sér beint inn í bókhaldskerfi.

Með QR-kóða er pöntunin tengd inn á borðið, svo ekki fari á milli mála hvert veigarnar eiga að skila sér.

Afgreiðslulausn Stefnu er hægt að sníða að þörfum viðskiptavina.