Múlakaffi

Múlakaffi var stofnað árið 1962 og er óhætt að segja að fyrirtækið sé rótgróið fjölskyldufyrirtæki.  Í dag rekur Múlakaffi eina stærstu veisluþjónustu landsins þar sem stöðugt er leitast við að fara ótroðnar slóðir  til þess að koma viðskiptavinum okkar á óvart. 

„Múlakaffi endurnýjaði heimasíðu sína frá grunni í byrjun árs 2017. Stefna var valin í verkið aðallega út frá þægilegum og skilvirkum samskiptum frá upphafi. Litlir sem engir óvissuþættir voru í tilboðinu og á endanum stóðst allt upp á krónu.

Hröð, lausnamiðuð og sérlega persónuleg samskipti einkenndu ferlið, sérstkalega á seinni stigum.

Bakvinnslukerfið er mjög notendavænt og auðvelt fyrir hvern sem er að læra á.

Ég gef Stefnu mín bestu meðmæli og hlakka til að vinna áfram með þeim að endurbótum og uppfærslum. „

Guðríður María Jóhannesdóttir
Framkvæmdastjóri

Te og Kaffi

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki stofnað 1984 af hjónunum Sigmundi Dýrfjörð og Berglindi Guðbrandsdóttur sem komu innblásin heim frá búsetu árum í Svíþjóð með þann draum að opna verslun með sælkerkaffi og laufte. Þau opnuðu fyrst litla verslun á Barónsstíg með fersku sælkerakaffi og ótrúlegu magni af lauftei og bættu svo við kaffibar þegar þau fluttu síðar á Laugaveg. 

Ummæli

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband